varafréttastjóri

Sunna Sæmundsdóttir

Sunna er varafréttastjóri fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Handboltaveisla í beinni, máls­vörn olíu­fé­laga og fögnuður leigu­bíl­stjóra

Innan við klukkustund verður í sögulega viðureign Íslendinga gegn Dönum á EM í handbolta þegar kvöldfréttatími Sýnar fer í loftið. Líkt og flestir verðum við því með hugann við handboltann og fáum stemninguna beint í æð. Við verðum í beinni útsendingu frá Danmörku þar sem stuðningsmenn eru að þétta raðirnar og frá Borgarleikhúsinu þar sem sýningum var frestað vegna leiksins. Við verðum einnig í beinni frá Skógarböðunum á Akureyri þar sem sundgestir ætla að horfa á leikinn og frá Droplaugarstöðum þar sem íbúar eru í miklu stuði. Auk þess rýnum við í fyrri viðureignir okkar gegn Dönum með fyrrverandi forseta. 

Ráð­herra situr fyrir svörum, gleði­tíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um hand­bolta

Ríkisstjórnin hefði mátt bíða með breytingar á opinberum gjöldum þar til verðbólgan myndi hjaðna. Þetta segir hagfræðingur Íslandsbanka. Formaður VR segir það ekki náttúrulögmál að fyrirtæki velti öllu út í verðlagið. Kjarasamningar springi í haust ef fyrirtækin fara þessa leið. Í kvöldfréttum fjöllum við um verðbólguna sem er umfram svartsýnustu spár. Þá mætir fjármálaráðherra í myndver og svarar spurningum.

Sigur­víma, hópuppsögn og auðar brekkur

Þjóðin er í sigurvímu eftir stórsigur Íslendinga gegn Slóveníu á EM í dag. Íslendingar eru komnir í undanúrslit á mótinu í þriðja sinn í sögunni. Við verðum í beinni frá Malmö, kíkjum á stemninguna og gerum leikinn upp. Þá fylgjumst við með leiknum með ríkislögreglustjóra sem þjálfaði nokkra í liðinu.

„Tel nægja að menn séu að fremja í­trekuð af­brot“

Frumvarp um afturköllun verndar brotamanna er á dagskrá Alþingis í dag og líklegt má telja að frumvarpið fljúgi í gegnum þingið. Þingmaður Miðflokksins vill þó að gengið verði lengra þannig að hægt verði að svipta þá vernd sem framið hafa ítrekuð brot, þrátt fyrir að þau teljist ekki alvarleg.

Sjóðir að tæmast og upp­sagnir í kortunum

Stígamót sjá fram á hallarekstur og tóma varasjóði á þessu ári og uppsagnir eru að óbreyttu fram undan að sögn talskonu samtakanna. Á sama tíma er viðvarandi biðlisti eftir þjónustu.

Elds­voði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur

Kona liggur þungt haldin á gjörgæsludeild Landspítalans eftir að eldur kom upp í íbúð hennar í fjölbýlishúsi í Reykjanesbæ seint í gærkvöldi. Sjö hundar drápust í brunanum. Við verðum í beinni frá Reykjanesbæ í kvöldfréttum og ræðum við slökkviliðsstjóra.

Metfjöldi vill stíga á svið með Ís­lenska dans­flokknum

Hátt í eitt þúsund sóttu um að komast í áheyrnaprufu sem Íslenski dansflokkurinn auglýsti. Listdansstjóri segir fjölda umsókna langt um fram það sem áður hefur sést og til marks um velgengni flokksins á alþjóðavísu.

Að­eins tíu prósent sem leita til Stíga­móta kæra of­beldið

Meirihluti kærðra heimilisofbeldismála og tæpur helmingur kynferðisbrotamála fellur niður í meðferð lögreglu. Talskona Stígamóta segir tölfræðina staðfesta brotalamir í kerfinu og telur þörf á nýju úrræði sem myndi fela í sér einhvers konar sáttaferli þannig að brotaþoli upplifi að gerandi axli ábyrgð.

Tvö­falt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna of­beldis

Tvöfalt fleiri eldri borgarar leituðu til Bjarkarhlíðar vegna ofbeldis í fyrra en árið áður. Algengast er að uppkomin börn beiti foreldra sína ofbeldi og teymisstýra segir fólk gjarnan óttast að kæra. Í Bjarkarhlíð sé þó hægt að gera aðrar ráðstafanir til að tryggja öryggi fólks.

Sjá meira