Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís Kona sem varð fyrir grófu ofbeldi í nánu sambandi er sár og reið út í dómskerfið. Eftir mikið álag sem fylgdi kæruferlinu hafi niðurstaðan verið eins og blaut tuska. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 birtum við myndefni úr öryggismyndavél sem fangaði ofbeldið. Konan vill stíga fram og sýna umheiminum hvernig heimilisofbeldi getur litið út. 25.3.2025 18:05
Viðkvæmt mál, lokakafli og ökklabönd á eltihrella Ásthildur Lóa Þórsdóttir, fyrrverandi mennta- og barnamálaráðherra, er komin í leyfi frá þingstörfum um óákveðinn tíma. Fátt annað komast að í upphafi þingfundar en mál hennar og forsætisráðherra margítrekaði hversu viðkvæmt það væri. Við heyrum frá umræðum og verðum í beinni með þingmönnum í kvöldfréttum Stöðvar 2. 24.3.2025 18:14
Hratt vaxandi skjálftavirkni Skjálftavirkni við Sundhnúksgíga fer hratt vaxandi að sögn fagstjóra hjá Veðurstofunni og kvikumagnið undir Svartsengi er komið yfir öll fyrri mörk. Hann segir almannavarnayfirvöld þurfa að gera ráðstafnir áður en gosvirkni færist á milli kerfa á Reykjanesskaganum. 24.3.2025 12:52
Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur segir starfsfólk ekki veigra sér við að taka á málum barna af erlendum uppruna. Barnavernd skorti oft úrræði vegna plássleysis og biðlista. Hún skilur þó vel að foreldrar og börn í Breiðholti séu í uppnámi vegna hræðilegrar stöðu. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 16.3.2025 18:02
Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Manni, sem hafði mælt sér mót við annan til að kaupa af honum rafhlaupahjól, var ógnað með hníf og hann rændur í gærkvöldi. Lögregla hefur málið til rannsóknar. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar. 16.3.2025 11:48
Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Tilkynningum um búðarhnupl fjölgaði um sjötíu prósent á síðasta ári. Framkvæmdastjóri segir þjófnaðinn oftast vel skipulagðan og að þjófar séu sífellt að prófa nýjar aðferðir.Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 14.3.2025 18:08
Fimmti úrskurðaður í varðhald Héraðsdómur Suðurlands féllst í dag á kröfu lögreglustjórans á Suðurlandi um að konu og karlmanni yrði gert að sæta gæsluvarðhaldi í eina viku vegna rannsóknar Lögreglunnar á Suðurlandi á manndrápi, frelsissviptingu og fjárkúgun. 14.3.2025 17:17
Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn til viðbótar hefur verið handtekinn í tengslum við rannsókn lögreglunnar á manndrápi og fjárkúgun. Tveir karlmenn og ein kona sitja í gæsluvarðhaldi og lagt hefur verið hald á bifreiðar og muni. Fjallað verður um rannsókn málsins í kvöldfréttum Stöðvar 2. 13.3.2025 18:20
Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Farið hefur verið fram á gæsluvarðhald yfir nokkrum þeirra sem eru í haldi lögreglu vegna rannsóknar á manndrápsmáli. Karlmaður á sjötugsaldri lést í gær eftir að hafa fundist þungt haldinn í Gufunesi og fimm eru í haldi lögreglu. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 sjáum við myndir frá héraðsdómi þegar sakborningar voru leiddir fyrir dómara og förum yfir málið. 12.3.2025 18:09
Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Tollastríð er hafið á milli Bandaríkjanna og Evrópusambandsins. Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir að Íslendingar geti orðið fyrir óbeinum áhrifum af tollum Bandaríkjaforseta og unnið er að greiningu á nýjum ESB-tollum. Viðskiptahættir í heiminum séu að gjörbreytast. 12.3.2025 11:51