varafréttastjóri

Sunna Sæmundsdóttir

Sunna er varafréttastjóri fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Stórskemmtilegur innhringjandi og ó­hefð­bundin út­för

Fjölmörg samtök skora á dómsmálaráðherra að verja vændislöggjöfina og gagnrýna að konum sé refsað fyrir að auglýsa vændi. Í kvöldfréttum sjáum við nýjar tölur lögreglu um fjölda vændismála auk þess sem við ræðum við talskonu Stígamóta sem segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur.

Mið­flokkurinn rýkur upp

Fylgi Miðflokksins rýkur upp um tæp fimm prósentustig á milli mánaða samkvæmt nýrri könnun Maskínu en fylgi Samfylkingar dregst saman í fyrsta sinn frá kosningum. Formaður Miðflokksins upplifir pólitíska vakningu í samfélaginu.

„Eins og líf skipti engu máli“

Móðir ungs manns sem drukknaði í Vopnafirði í sínum fyrsta túr á sjó segir erfitt að hugsa til þess að skjótari viðbrögð skipverja á bátnum hefðu getað bjargað lífi hans. Hún og barnsfaðir hennar hafa tapað máli gegn útgerðinni á tveimur dómstigum, en ætla sér alla leið með málið hvað sem það kostar. Við ræðum við móðurina í kvöldfréttum á Sýn.

Fékk sýn og vakti heims­at­hygli

Vopnahlé á Gaza tók gildi í hádeginu og tugþúsundir Palestínumanna héldu heim. Margra beið þó ekkert annað en húsarústir. Stærsta mannúðaraðgerð frá seinni heimstyrjöld er fram undan og í kvöldfréttum sjáum við myndir frá Gaza og ræðum við framkvæmdastjóra Rauða krossins.

Sögu­leg stund

Langþráð vopnahlé á Gaza er í augsýn en ísraelska ríkisstjórnin fundar nú um samkomulag sem samninganefndir þeirra og Hamas náðu í gærkvöldi. Í kvöldfréttum sjáum við sögulegar myndir frá fagnaðarlátum á Gaza og í Ísrael og ræðum við utanríkisráðherra Palestínu sem er staddur hér á landi.

Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag

Tónlistarkonan Margrét Kristín Blöndal er í haldi Ísraelsmanna eftir að hafa verið handtekin í nótt um borð í skipi sem var á leið til Gaza með hjálpargögn. Við sjáum myndir frá handtökunni og mótmælum dagsins í kvöldfréttum og ræðum við móður hennar í beinni útsendingu.

„Minnir á saltveðrið mikla“

Búast er við mikilli ölduhæð og sjógangi sem gæti valdið tjóni á suður- og suðvesturhluta landsins í dag. Veðurfræðingur segir veðrið minna á „saltveðrið mikla“ fyrir rúmum aldarfjórðungi og bendir fólki á að gera ráðstafanir. Gular viðvaranir eru í gildi.

„Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“

Nauðsynlegt er að gera upp hörmungarnar á Gaza til þess að tryggja megi varanlegan frið, segir alþjóðastjórnmálafræðingur sem vonar að viðræðurnar sem nú fara fram beri árangur. Tvö ár eru liðin frá árás Hamas-liða í Ísrael.

Risaskuld, nýr flokkur og á­heyrnar­prufur hunda

Flugfélagið Play átti að greiða rúman milljarð í losunarheimildir daginn eftir að félagið varð gjaldþrota í síðustu viku. Upphæðin nemur um helmingi alls þess fjármagns sem safnaðist í skuldabréfaútgáfu flugfélagsins í ágúst. Við förum yfir málið í kvöldfréttum og kíkjum á fund þeirra sem tóku þátt í fjármögnuninni.

Sjá meira