Landris virðist hafið að nýju Landris virðist hafið að nýju í Svartsengi og virkni í gosinu fer dvínandi. Náttúruvársérfræðingur segir kunnulegan fasa líklega að hefjast. 6.12.2024 11:18
Hvalveiðar, málamiðlunarflokkur og „útför“ listamanns Bjarni Benediktsson starfandi matvælaráðherra hefur veitt Hval hf. leyfi til veiða á langreyðum til næstu fimm ára. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við Bjarna og formann Landverndar sem gagnrýnir ákvörðunina harðlega. 5.12.2024 18:03
Almennum borgurum útrýmt af ásetningi Ísraelar hafa framið hópmorð af ásettu ráði á Gasa samkvæmt nýrri skýrslu Amnesty International. Framkvæmdastjóri Íslandsdeildar samtakanna segir gögn og vitnisburði sýna ótvírætt fram á þetta og kallar eftir sterkum viðbrögðum alþjóðasamfélagsins og íslenskra stjórnvalda. 5.12.2024 12:02
Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar segir fullt traust ríkja á milli flokkanna þriggja sem nú reyna að mynda ríkisstjórn. Allir séu meðvitaðir um að viðræðurnar megi ekki dragast á langinn en þær hófust formlega í dag. Við ræðum við Kristrúnu í kvöldfréttum Stöðvar 2 og fylgjumst með gangi viðræðna. 4.12.2024 18:00
Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins leggja áherslu á efnahagslegan stöðugleika og mikilvægi þess að verðbólga og vextir haldi áfram að lækka í viðræðum sínum um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Formennirnir eru bjartsýnir og ætla að vinna hratt næstu daga. 3.12.2024 18:02
Formannadans, krapastífla og pakkasprengja Stjórnmálaleiðtogar gengu á fund forseta Íslands í dag þar sem formaður Viðreisnar lagði til að Kristrún Frostadóttir fengi umboð til stjórnarmyndunar. Formaður Framsóknar segir hins vegar ljóst að sinn flokkur verði í stjórnarandstöðu. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 sjáum við myndir frá viðburðaríkum degi á Bessastöðum og ræðum við formenn. 2.12.2024 18:00
Tvær sviðsmyndir á kjördag Kjördegi í heild sinni verður ekki frestað að sögn framkvæmdastjóra landskjörstjórnar sem liggur yfir veðurspánni. Veðrið gæti þó valdið því að niðurstaða kosninga liggi fyrir síðar en ella. 27.11.2024 12:03
Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Viðbúnaðarstig almannavarna hefur verið fært niður á hættustig og stöðug virkni er í gosinu. Björgunarsveitir hafa þurft að vísa ferðamönnum frá gosstöðvum og varað er við hættu á svæðinu. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verðum við í beinni útsendingu frá gosstöðvum og ræðum við lögreglustjórann á Suðurnesjum. 22.11.2024 18:02
Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Gist var í um tuttugu húsum í Grindavík í nótt og starfsemi er í einhverjum fyrirtækjum í bænum. Almannavarnir fylgjast vel með Njarvíkuæð sem er undir hrauni en segja ómögulegt að vita hversu mikinn þunga eða hita hún þolir. 22.11.2024 12:59
Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Hraun gleypti bílastæði Bláa lónsins í dag og rann yfir Njarðvíkuræð. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 sjáum við magnaðar myndir af gosinu sem hófst skyndilega í gær og verðum í beinni frá gosstöðvum. 21.11.2024 18:02