Einhleypir í miðjum heimsfaraldri Eftir einstaklega erfitt ár styttist í árið 2021 og bjartari tíma. Bóluefnið hefur verið fundið upp og ætti næsta ár að vera umtalsvert betra. Árið 2020 er líklega erfiðasta ár einhleypra í sögunni. 3.12.2020 07:01
Jón Jónsson heldur öðruvísi tónleika í Hörpunni Jón Jónsson og bílastæðaforritið EasyPark ætla að snúa bökum saman og halda bílatónleika í miðbæ Reykjavíkur, nánar tiltekið í bílastæðahúsi Hörpu. 2.12.2020 15:31
Engill í Bónus: „Fannst ég ekki eiga þetta skilið“ „Þetta var mjög skrítin en á sama tíma góð tilfinning. Hefði verið skiljanlegt ef ég hefði verið í vandræðum með að borga, en það var ekki málið svo maður átti engan vegin von á því að þetta gæti gerst. En þetta gefur von, og kallar fram kærleikstilfinningu og hjá mér kallar þetta fram löngun til að gera þetta fyrir fleiri,“ segir Garðbæingurinn Guðrún Brynjólfsdóttir í samtali við Vísi. 2.12.2020 14:40
Mest spiluðu lögin á Spotify 2020 Drake, Bad Bunny, Dua Lipa og The Weeknd eru vinsælustu tónlistarmennirnir á Spotify ef marka má streymisumferðina þar á árinu 2020. 2.12.2020 13:30
Lykilatriðin á bak við sykurbrúnaðar kartöflur Í þáttunum Lífið er ljúffengt á Vísi og Stöð 2 Maraþon deila nokkrir af helstu ástríðukokkum landsins litlum sem stórum ráðleggingum varðandi matargerð fyrir jólin. Allt frá klassískum uppstúf, sykurbrúnuðum kartöflum og gljáa á hrygginn yfir í nýjar hugmyndir, líkt og vegan lausnir, Ketó jól, 12 tíma graflax og fleira. 2.12.2020 11:30
„Krakkar ég þarf hleðslutækið mitt núna!“ Nokkuð sérstakt atvik átti sér stað á 600. fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar í gær. 2.12.2020 10:02
Billie Eilish hefur mætt í sama viðtalið fjögur ár í röð Söngkonan vinsæla Billie Eilish hefur farið í sama viðtali hjá Vanity Fair fjögur ár í röð. 2.12.2020 07:04
Auður og krassasig leita að leigjendum í nýja hljóðverið Tónlistarmennirnir Auðunn Lúthersson, betur þekktur sem Auður, og Kristinn Arnar Sigurðsson, betur þekktur sem, krassasig, vinna nú að því að opna nýtt hljóðver fyrir tónlistarmenn og óska þeir félagar eftir áhugasömum leigjendum í samtali við Vísi. 1.12.2020 15:33
„Þau koma í heiminn og maður er með samviskubit frá fyrstu mínútu“ Sigmar sló fyrst í gegn í þáttunum 70 mínútur á Popp Tíví um aldamótin og hefur síðan þá verið þjóðþekktur einstaklingur hér á landi. Í dag á hann nokkra veitingastaði og hefur gert það gott á því sviði. Sigmar Vilhjálmsson er gestur vikunnar í Einkalífinu. 1.12.2020 14:31
Egill Ploder og Svala Björgvins gefa út jólalag „Jólalagakeppni Brennslunnar var eitthvað sem var ákveðið að fara í seint í ágúst. Reglurnar voru þær að við máttum hafa samband við einn pródúsent og fá annan listamann til þess að vera með okkur á laginu. Einhvern veginn endaði það þannig að ég stóð einn eftir með tilbúið lag en hitt náðist ekki fyrir tíma,“ segir Egill Ploder sem hefur því gefið út jólalag með Svölu Björgvinsdóttur og ber lagið heitið Undir mistilteini. Hann vann lagið ásamt Svölu og Inga Bauer. 1.12.2020 13:30