Fréttamaður

Sólrún Dögg Jósefsdóttir

Sólrún er fréttamaður á fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar

Nýjustu greinar eftir höfund

Ó­gild fram­boð, flug í lama­sessi og draumaferð í Disney

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna forsetakosninganna hefst í síðasta lagi á fimmtudag. Tveir frambjóðendur heltust úr lestinni í dag og í kvöldfréttum Stöðvar 2 rýnir Heimir Már Pétursson í kannanir sem gefa misjafna mynd af stöðunni.

Þór­dís Lóa um Júró-umfjöllun: „Hvers vegna þessi þögn?“

Systir Heru Bjarkar furðar sig á því hve litla umfjöllun Eurovision-fararnir hafi fengið í ár. Áður hafi stórskemmtilegt myndefni af ferðalöngunum prýtt vef Ríkisútvarpsins. Athygli vakti í gær þegar framlag Ísraels hlaut eitt stig frá öllum dómurum Alla leið. 

Vandamálaráðuneytið út­nefndi hinn fimm­tán ára Viðar til sigurs

Hinn fimmtán ára gamli Viðar Már Friðjónsson hlaut fyrstu verðlaun í efniskeppni Vandamálaráðuneytisins, sem snerist um að búa til efni á fjölbreyttri íslensku. Patrekur Jaime og Sunneva Einars, ráðuneytisstjórar verkefnisins höfðu vakið athygli í auglýsingum fyrir keppnina. 

Arnar Þór vantaði sex með­mæli upp á

Forsetaframbjóðandann Arnar Þór Jónsson vantaði sex meðmæli til þess að ná lágmarksfjölda undirskrifta eftir yfirferð Landskjörstjórnar í gær. Hann segist hafa leyst málið strax.

Sprengi­sandur: Peningastefna, ESB og lagareldi

Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur er í beinni útsendingu á Bylgjunni og á Vísi frá klukkan tíu til tólf alla sunnudaga. Í þættinum fær Kristján Kristjánsson til sín góða gesti og fer yfir þau málefni sem eru efst á baugi í samfélaginu hverju sinni.

Þúsundir hvöttu Sánchez til að segja ekki af sér

Þúsundir stuðningsmanna Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar og formanns Sósíalistaflokksins, komu saman á götum Madrídar í gær og hvöttu ráðherrann til þess að segja ekki af sér vegna meintrar spillingar sem eiginkona hans hefur verið sökuð um. 

Skoða að færa Mónu Lísu í eigið her­bergi

Listasafnið Louvre skoðar nú að færa málverkið af Mónu Lísu í annað rými á safninu. Forstöðukona safnsins segir að með því að færa verkið fengju gestir betri upplifun á því. 

Hvassast sunnan­til og hlýjast vestan­til

Í dag er spáð austan strekkingi syðst á landinu, en annars hægari vind. Stöku skúrir verða víða um land og það gæti gert stöku skúrir á höfuðborgarsvæðinu, en lengst af verður þurrt og bjart á Norðvestur- og Vesturlandi.

Sjá meira