Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Flugmaðurinn Greg Fletcher, sem nauðlenti Douglas Dakota-flugvél á Sólheimasandi árið 1973 og bjargaði þannig lífi allra um borð, heimsótti í gær gamlar heimaslóðir á Ásbrú í Reykjanesbæ. Með honum í för var Halla Tómasdóttir forseti Íslands. 13.9.2025 11:27
Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Lilja Hrönn Önnudóttir Hrannarsdóttir, sitjandi forseti Ungs jafnaðarfólks, hefur dregið til baka framboð sitt til áframhaldandi embættissetu. Það stefndi í forsetaslag tveggja virkra flokksmanna á landsþingi UJ í dag en mótframbjóðandi hennar er nú einn í framboði. 13.9.2025 11:05
Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Sushila Karki hefur verið útnefnd forsætisráðherra Nepal, fyrst kvenna. Mannskæð mótmæli og óeirðir hafa brotist út í landinu síðustu daga og ráðherrar í framhaldinu sagt af sér. 13.9.2025 09:38
Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erika Kirk, ekkja hægri-áhrifavaldsins Charlie Kirk sem var skotinn til bana á miðvikudag, tjáði sig opinberlega í fyrsta sinn frá morðinu í gærkvöldi. Hún hét því að halda boðskap hans á lífi og ávarpaði morðingja hans beint. 13.9.2025 08:38
Blautt víðast hvar Nokkrar minniháttar lægðir hringsóla kringum landið og tilheyrandi úrkomusvæði valda blautviðri víðast hvar um helgina. Norðaustan strekkingur eða allhvass vindur á Vestfjörðum í fyrstu, en annars mun hægari vindur. 13.9.2025 07:42
Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti 87 málum í gærkvöldi og í nótt. Þá voru þrír vistaðir í fangaklefa á tímabilinu. Stór hluti útkalla sem lögregla fjallar um vörðuðu áfengisölvun. 13.9.2025 07:29
Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Donald Trump Bandaríkjaforseti ætlar að undirrita forsetatilskipun á morgun þess efnis að nafni varnarmálaráðuneytisins verður breytt í stríðsmálaráðuneytið. Þá verður embættisheiti Pete Hegseth varnarmálaráðherra breytt í stríðsmálaráðherra. 4.9.2025 23:59
Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Tveir voru fluttir á bráðamóttöku Landspítalans eftir harðan árekstur á Vífilsstaðavegi fyrr í kvöld. 4.9.2025 23:21
Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Ríkisstjórnin ætlar að ráðast í stórfellda einföldun regluverks, liðka fyrir leyfisveitingu í orkumálum og beita sér fyrir svæðisbundnum hagvexti úti á landi. Á fundi um atvinnustefnu til næstu tíu ára var tilkynnt um nýstofnað atvinnustefnuráð þar sem fulltrúar hagsmunahópa eru víðs fjarri. 4.9.2025 21:47
Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Fimm voru handteknir á Siglufirði í kvöld í aðgerðum lögreglunnar á Norðurlandi eystra og sérsveitar Ríkislögreglustjóra. Einn var fluttur á sjúkrahús. 4.9.2025 21:16