Víðast hvar þungbúið á þjóðhátíðardaginn Það er útlit fyrir hægan vind á landinu í dag. Heilt yfir verður nokkuð þungbúið á Suður- og Vesturlandi og dálítil væta gæti látið á sér kræla öðru hvoru. Á Norður- og Austurlandi ætti að verða þurrt með einhverjum sólarköflum. 17.6.2024 07:34
Eldur kviknaði í iðnaðarhúsnæði í Hafnarfirði Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti ýmsum verkefnum í gærkvöldi og í nótt, meðal annars var tilkynnt um eldsvoða í iðnaðarhúsnæði í Hafnarfirði. Áberandi var fjöldi hávaðakvartana en svo virðist sem mikið af samkvæmum hafi verið í heimahúsum á höfuðborgarsvæðinu. 17.6.2024 07:19
Inga Tinna og Logi greina frá kyni barnsins Athafnakonan Inga Tinna Sigurðardóttir og handboltakempan Logi Geirsson eiga von á stúlku í ágúst. 16.6.2024 14:37
Parísarhjól sprettur upp við höfnina Verið er að leggja lokahönd á byggingu parísarhjóls á Miðbakka í Reykjavíkurhöfn. Samkvæmt heimildum Vísis á byggingarvinnu að ljúka í dag og fyrsta ferðin farin á morgun, á lýðveldisdaginn. 16.6.2024 14:12
Stefna á að opna Kringluna á þriðjudag Kringlan verður lokuð í dag og á morgun meðan unnið er að reykræstingu og þurrkun vegna eldsvoðans sem varð í verslunarmiðstöðinni í gær. 16.6.2024 13:40
Icelandair segir upp 57 flugmönnum Flugfélagið Icelandair hefur sagt upp 57 flugmönnum félagsins. Tilkynnt var um fyrirhugaðar uppsagnir á föstudaginn en forstöðumaður samskipta hjá félaginu segir að gert sé ráð fyrir að hægt verði að bjóða flugmönnunum störf næsta vor. 16.6.2024 12:21
Flúðu vettvang eftir harðan árekstur Fólksbifreið var ekið í veg fyrir jeppa á Reykjavíkurvegi í Hafnarfirði í gærkvöldi með þeim afleiðingum að jeppinn valt nokkra hringi. Ökumaður og farþegi fólksbifreiðarinnar flúðu vettvang en lögreglu tókst að handtaka þá skömmu síðar. 16.6.2024 11:38
Laxateljari greinir eldislaxa frá villtum löxum Sérfræðingar Hafrannsóknarstofnunar hafa komið fyrir laxateljara í fiskveginum við Einarsfoss í Laugardalsá við Ísafjarðardjúp. Teljarinn er búinn myndavél sem tekur myndir af fiskum sem ganga í ána. 16.6.2024 10:48
Hyggjast gera dagleg hlé á árásum til að auka við neyðaraðstoð Ísraelsher hefur tilkynnt að gerð verði dagleg hlé á hernaði með fram stofnbraut á Gasa í þeim tilgangi að hleypa meiri neyðarbirgðum inn á svæðið. 16.6.2024 10:00
Ferðaþjónustan, þingmálin og Running Tide í Sprengisandi Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur er í beinni útsendingu á Bylgjunni og á Vísi frá klukkan tíu til tólf alla sunnudaga. Í þættinum fær Kristján Kristjánsson til sín góða gesti og fer yfir þau málefni sem eru efst á baugi í samfélaginu hverju sinni. 16.6.2024 08:50