Fréttamaður

Sólrún Dögg Jósefsdóttir

Sólrún er fréttamaður á fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar

Nýjustu greinar eftir höfund

„Virðist vera partur af því að reka verslun á Ís­landi í dag“

Eigandi verslunarinnar King Kong segir svo virðast sem innbrot séu fastur liður í því að reka söluturn á Íslandi í dag. Brotist var inn í King Kong við Auðbrekku í Kópavogi í nótt, rúmum sjö mánuðum eftir að brotist var inn í samnefnda verslun við Höfðabakka. 

Hlaupið marki lík­lega upp­haf á aukinni virkni í Kötlu

Hlaupið í Mýrdalsjökli er í rénum og rafleiðni í Skálm hefur minnkað verulega. Unnið er að viðgerðum á þjóðveginum austan árinnar en hann varð fyrir verulegu tjóni. Fagstjóri á Veðurstofu Íslands segir hlaupið líklega fyrirboða aukinnar virkni í Kötlu. 

Skorar á Guð­rúnu að fallast ekki á lausn Helga frá störfum

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins skorar á Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra að fallast hvorki á varanlega né tímabundna lausn Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara frá störfum vegna ummæla hans um innflytjendur frá Mið-Austurlöndum.

Mót­mæli vegna endur­kjörs Venesúela­for­seta

Efnt hefur verið til mótmæla víða í Venesúela vegna endurkjörs Nicolás Maduro í embætti forseta. Maduro hlaut 51 prósent atkvæða, þvert á það sem útgönguspár gerðu ráð fyrir og hefur stjórnarandstaðan þar í landi sagt kosningarnar meingallaðar.

Þyrlusveitin sinnti ó­vana­legu út­kalli á Helga­felli

Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti slasaða göngukonu á Helgafell í Hafnarfirði á sjöunda tímanum í kvöld. Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar segir óvanalegt þyrlusveitin sé kölluð í svo stutt flug. 

Tvö börn stungin til bana í Southport

Tvö börn létu lífið í fólskulegri stunguárás í bænum Southport í Norður-Englandi í dag. Níu börn til viðbótar særðust í árásinni, þar af sex alvarlega.

Mælir gegn notkun á teflonvörum

Sérnámslæknir í atvinnu- og umhverfislæknisfræði mælir gegn notkun á pönnum og öðrum eldhúsáhöldum sem innihalda teflon, og mælir með keramík- eða stáláhöldum í staðinn. Rannsóknir hafa sýnt fram á skaðleg langtímaáhrif teflons, þar með talið auknar líkur á krabbameini og hjarta- og æðasjúkdómum. 

Taum­laus græðgi, hlaup og um­deild bíla­kaup

Formaður VR hyggst boða til mótmælaaðgerða með haustinu og krefjast þess að boðað verði til kosninga. Hann segir stjórnmálin, bankakerfið og fyrirtækin hafa brugðist fólkinu í landinu. Verðhækkanir séu til marks um taumlausa græðgi og ekki sé hægt að sitja aðgerðarlaus fram að endurskoðun kjarasamninga.

Sjá meira