Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Dómsmálaráðherra hefur lagt fram drög að frumvarpi til breytinga á lögum sem heimila kirkjugörðum að rukka geymslugjald á líkum. Er þetta gert til að garðarnir geti staðið undir þeim kostnaði sem hlýst af rekstri líkhúsa. 18.2.2025 18:16
Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Allir þeir farþegar sem fluttir voru á sjúkrahús eftir að flugvél Delta endaði á hvolfi á flugbraut á Toronto Pearson flugvellinum í gærkvöldi eru útskrifaðir af sjúkrahúsi, nema tveir. 18.2.2025 17:07
Uppskar hlátur er hann ræddi klæðaburðinn Jón Gnarr þingmaður Viðreisnar virðist ekki hafa sagt endanlega skilið við grínið þrátt fyrir að hafa tekið sæti á Alþingi. Hann gantaðist með atvik gærdagsins í pontu í dag eftir að hafa fengið skammir í hattinn fyrir að klæðast gallabuxum á þingfundi gærdagsins. 18.2.2025 16:47
Vaxandi líkur á tíðindum innan nokkurra daga eða vikna Landris á Sundhnúksgígaröðinni heldur áfram en hefur örlítið hægt á sér á síðustu vikum. Sérfræðingar Veðurstofu Íslands hafa uppfært hættumat vegna og helst það óbreytt frá síðustu viku. 18.2.2025 15:27
Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Kona sem varð fyrir árás nemanda þegar hún starfaði sem grunnskólakennari árið 2017 og hlaut tíu prósenta örorku fyrir vikið, á rétt á skaðabótum frá tryggingafélagi sveitarfélagsins sem rekur skólann. 6.2.2025 23:30
Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Fólk af sýrlenskum og bosnískum uppruna var meðal þeirra sem létust í skotárás á skóla í Örebro í Svíþjóð á þriðjudag. 6.2.2025 21:58
Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var í dag tilkynnt um einstakling sem búinn var að maka saur um allt inni á salerni hjá fyrirtæki í póstnúmeri 104 í Reykjavík. 6.2.2025 19:39
„Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Almannavarnir starfa enn á hættustigi á Austfjörðum vegna óveðursins sem reið yfir landið í dag. Sviðsstjóri Almannavarna segir verkefnin undanfarin sólarhring hafa verið fjölbreytt og viðbragðsaðilar standi enn í verkefnum á Austfjörðum. 6.2.2025 19:09
Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Heilbrigðisráðherra og dómsmálaráðherra skoða nú hvernig bæta megi úrræði fyrir nauðungarvistun. Maður, sem banaði hjónum í Neskaupstað í fyrrasumar, átti að vera í nauðungarvistun á þeim tíma en gekk laus. Rætt verður við ráðherra í kvöldfréttum Stöðvar 2, sem segja málið hörmulegt og endurspegla langvinnan vanda kerfisins. 6.2.2025 18:01
Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Ellefu umsóknir bárust um embætti rektors Háskóla Íslands fyrir næsta kjörtímabil en átta umsækjendur voru taldir uppfylla skilyrði um embættisgengi. Rektorskjör fer fram á næstu vikum. 6.2.2025 17:46