Fréttamaður

Sólrún Dögg Jósefsdóttir

Sólrún er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Konurnar sem hlekkjuðu sig fastar í möstrum tveggja hvalveiðiskipa í einn og hálfan sólarhring segja aðgerðir íslenskrar lögreglu hneykslanlegar. Lögregla hafi sýnt af sér ofbeldisfyllri hegðun en önnur konan hafi þurft að þola af hendi íranskra lögreglumanna. Við ræðum við mótmælendurna tvo í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30 og sýnum þegar hvalveiðiskipin, Hvalur 8 og 9, héldu út til veiða rétt fyrir fréttir.

„Okkur finnst þetta hrein­lega svo­lítið van­hugsað“

Forseti Hugins, skólafélags Menntaskólans á Akureyri, segir að mikill meirihluti nemenda sé mótfallinn sameiningu skólans við Verkmenntaskólann á Akureyri. Hún sakar menntamálaráðherra um útúrsnúning og segir nemendur svikna eftir að hafa ekki fengið að tjá sig um málið.

Hyggjast selja að­­göngu­miða að Fen­eyjum

Frá og með næsta vori verður ferðamönnum sem ætla sér að eyða deginum í Feneyjum gert að borga fimm evrur fyrir aðgangsmiða að borginni. Gjaldið er tilraun borgaryfirvalda til þess að sporna gegn gríðarmikilli ferðamennsku í borginni yfir vor- og sumartímann.

„Þetta var það minnsta sem ég gat gert“

Nic, aðgerðarsinninn sem var handtekin á mótmælunum við hvalveiðiskipin Hval 8 og Hval 9 í dag segist hafa verið að senda Anahitu, öðrum mótmælandanum, skilaboð þegar hún var handtekin eftir að hafa farið inn fyrir merktan lögregluborða. Anahita hafi verið í uppnámi og hún ætlað að hughreysta hana. 

Sig­ríður Ragnars­dóttir látin

Sigríður Ragnarsdóttir, tónlistarkona og skólastjóri Tónlistarskólans á Ísafirði til þrjátíu ára, er látin, 73 ára að aldri.

Græddi tæpan milljarð á fanga­myndinni

Myndin sem tekin var af Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, þegar hann gaf sig fram í Fulton sýslu á fimmtudag, hefur með varningssölu skilað 7,1 milljón Bandaríkjadala í kosningasjóð Trump.

Prigoz­hin úr­skurðaður látinn eftir erfða­rann­sókn

Eigandi Wagner málaliðahópsins, Yevgeny Prigozhin, hefur verið úrskurðaður látinn samkvæmt niðurstöðum úr erfðarannsókn sem gerð var á líkamsleifunum sem fundust í braki einkaþotu Prigozhin sem hrapaði á miðvikudag.

Sjá meira