Fréttamaður

Sólrún Dögg Jósefsdóttir

Sólrún er fréttamaður á fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar

Nýjustu greinar eftir höfund

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Netverslun áfengis er mikið áhyggjuefni að sögn læknis hjá SÁÁ. Áfengisneysla hefur tæplega tvöfaldast á síðustu fjörutíu árum hér á landi og fjöldi þeirra sem drekkur daglega rúmlega þrefaldast. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og kemur Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í myndver til að ræða frumvarp um áfengisverslun.

ESB sektar TikTok um rúm­lega fimm­tíu milljarða

Samfélagsmiðillinn TikTok hefur hlotið sekt upp á rúmlega fimmtíu milljarða króna vegna brota á gagnalögum Evrópusambandsins. Sektin er sú stærsta sem lögð hefur verið á forritið af eftirlitsaðilum. 

Skóla­meistari MA leggst al­farið gegn vinnu í átt að sam­einingu

Skólameistari Menntaskólans á Akureyri leggst nú alfarið gegn því að hefja vinnu um aukið samstarf skólans við Verkmenntaskólann á Akureyri. Á meðan markmið menntamálaráðherra með sameiningunni sé að spara og hagræða sjái hann sér ekki fært að hald málinu áfram.

Bretar banna ban­væna hunda­­tegund

Forsætisráðherra Bretlands hefur greint frá því að hundategundin American bully XL verði bönnuð í landinu í lok árs. Skyndileg aukning dauðsfalla í kjölfar árása hunda af tegundinni hefur orðið síðustu tvö ár. 

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Miltisbrandur, olía og almennur úrgangur er meðal þess sem leynst getur í jörðinni undir okkur og eflaust meira til. Umhverfisstofnun kortleggur nú mengaðan jarðveg og leitar til almennings eftir aðstoð.

Sjá meira