Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Atburðarás síðustu daga hefur kynt enn undir hatrinu á milli skákmannanna Magnusar Carlsen og Hans Niemann sem segir Carlsen þverbrjóta reglur og vefja Alþjóðaskáksambandinu, FIDE, um fingur sér. 2.1.2025 11:07
Óttaðist að drukkna í eigin blóði og ólétta eiginkonan gat ekki horft á Einn fremsti hjólreiðamaður heims, Jonas Vingegaard, segist hafa óttast að drukkna í eigin blóði þegar hann lá eftir skelfilegt slys í hjólreiðakeppni í Baskahéraði síðastliðið vor. 31.12.2024 09:01
Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Enski fótboltamaðurinn Michael Newberry, sem lék í þrjú ár á Íslandi, er látinn, aðeins 27 ára að aldri. Víkingur Ólafsvík og enska úrvalsdeildarfélagið Newcastle eru á meðal þeirra sem minnast varnarmannsins. 31.12.2024 08:02
Dagskráin í dag: Sportsíldin og Lokasóknin í beinni Það verður líf og fjör á sportrásum Stöðvar 2 í dag, á gamlársdag, og árið kvatt með viðeigandi hætti. 31.12.2024 07:00
Littler létt eftir mikla pressu Hinn 17 ára gamli Luke Littler þurfti að hafa gríðarlega mikið fyrir því að grípa síðasta farseðilinn inn í átta manna úrslitin á HM í pílukasti í kvöld. 30.12.2024 23:07
Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Ruben Amorim segir að Newcastle sé betra lið en Manchester United og viðurkennir að liðið sem hann tók við í nóvember sé að sogast niður í fallbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar. 30.12.2024 22:52
Newcastle bætti við martröð Man. Utd Vandræði Manchester United héldu áfram í kvöld en liðið tapaði 2-0 á heimavelli gegn Newcastle, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Þetta var þriðja tap Manchester United í röð í deildinni, og markatalan úr þeim leikjum er 7-0. Aston Villa og Brighton gerðu 2-2 jafntefli. 30.12.2024 21:52
Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Ipswich er reyndar enn í fallsæti en fagnaði afar góðum 2-0 sigri gegn Chelsea í kvöld, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Þetta var annað tap Chelsea í röð og liðið missti af tækifæri til að fara aftur upp í 2. sæti. 30.12.2024 21:44
Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Dómarar leikjanna í undanúrslitum enska deildabikarsins í fótbolta munu þurfa að greina frá VAR-ákvörðunum sínum í gegnum hátalarakerfi til áhorfenda, á leikvöngunum sem spilað verður á. 30.12.2024 21:00
Tveir Grindvíkingar og Valskona tilnefnd sem Íþróttaeldhugi ársins Valnefnd Íþrótta- og ólympíusambands Íslands hefur valið þrjá öfluga sjálfboðaliða úr íþróttahreyfingunni sem koma til greina sem Íþróttaeldhugi ársins 2024. Þau koma úr fótbolta, handbolta og körfubolta. 30.12.2024 20:16