Gerendur yngri og brotin alvarlegri Öryggis- og löggæslufræðingur hefur áhyggjur af líkamsárásum ungmenna sem séu alvarlegri en áður. Hann mælir með að láta frekar hluti af hendi heldur en að lenda í hættu. 17.2.2025 17:51
Þónokkrir sem eigi ekkert erindi inn í fangelsiskerfið sitji inni Fangaverðir eru uggandi yfir stöðu geðheilbrigðisþjónustu innan fangelsisveggjanna. Formaður félagsins segir úrræðaleysi margoft hafa komið fangavörðum sem og föngum sjálfum í stórhættulegar aðstæður. 16.2.2025 23:47
Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Ísraelar hafa tekið á móti stórum sprengjum frá Bandaríkjunum. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, felldi úr gildi ákvörðun Joe Biden, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, um að fresta skyldi ótímabundið sendingum þess konar sprengja. 16.2.2025 23:31
Fundarstjóri umdeilds fundar svarar „grófum ásökunum“ Fundarstjóri umdeilds fundar Heimdallar, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, sagði ekkert til í „grófum ásökunum“ um fundarstjórn hans. Honum þyki leitt ef öguð fundarstjórn hans hafi skilist sem dónaskapur. 16.2.2025 22:42
Hver einasta mínúta skipti máli Móðir langveiks barns hefur miklar áhyggjur af lokun flugbrauta Reykjavíkurflugvalla. Fjölskyldan hafi oft þurft að nýta sér sjúkraflug þar sem hver mínúta skipti máli. 16.2.2025 21:54
Átján létust í troðningi Átján manns hafa verið úrskurðaðir látnir eftir mikinn troðning á lestarstöð í höfuðborg Indlands. Þar á meðal eru fimm börn. 16.2.2025 19:43
„Mér finnst þetta ekki vera hægagangur“ Meirihlutaviðræður vinstri flokka í Reykjavíkurborg ganga vel að sögn oddvita Vinstri grænna. Hún er ekki sammála ummælum oddvita Sjálfstæðisflokksins að um seinagang sé að ræða. Húsnæðismálin hafa verið áberandi í viðræðunum. 16.2.2025 19:21
Tilkynning vegna skammbyssu sem reyndist vera loftbyssa Tilkynning barst lögreglu fyrr í dag vegna þriggja manna í bifreið í Hafnarfirði og handléku skammbyssu. Mennirnir voru handteknir en byssan reyndist vera loftbyssa. Þeim var sleppt að lokinni skýrslutöku. 16.2.2025 17:41
Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Evrópskir ráðamenn, þar á meðal Emmanuel Macron, forseti Frakklands og Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, mæta á „neyðarfund“ í næstu viku. Fundarefnið er ákvörðun Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um að taka yfir friðarviðræður á milli Úkraínu og Rússlands. 15.2.2025 23:58
Unglingsstrákur lést í hnífaárás Fjórtán ára drengur er látinn eftir hnífaárás í Austurríki. Fimm eru særðir, þar af tveir alvarlega. Árásarmaðurinn var handtekinn á vettvangi. 15.2.2025 22:05