Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Skoða glæ­nýjan Warzone

Stelpurnar í Babe Patrol ætla að kíkja á nýja Warzone í sérstökum jólaþætti í kvöld. Warzone var uppfærður í dag og fá spilarar nú að skjóta hvorn annan í nýju borði.

Pútín á ferð og flugi um Mið-Austurlönd

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, lenti í morgun í Sameinuðu arabísku furstadæmunum og ferðaðist hann einnig til Sádi-Arabíu. Hann hefur sjaldan lagt land undir fót frá því innrás Rússlands í Úkraínu hófst í fyrra.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Meirihluti fatlaðs fólks á erfitt með að ná endum saman, neitar sér um heilbrigðisþjónustu og metur andlega heilsu slæma. Rannsakendur segja sláandi niðurstöður hafa komið á óvart. Velferðarkerfið hefur brugðist og ráðamenn þurfa að bregðast að sögn forsvarsfólks hópsins.

Jóla­há­tíðin okkar snýr aftur

Jólahátíðin okkar, jólahátíð fyrir fatlaða, snýr aftur í kvöld. Hátíðin hefur verið haldin árlega í rúma fjóra áratugi en pása var gerð á henni undanfarin ár vegna faraldurs Covid.

Neituðu að sleppa Whelan og Gershkovich fyrir njósnara

Ráðamenn í Rússlandi höfnuðu nýlegu tilboði Bandaríkjamanna um frelsun Paul Whelan og Evan Gershkovich. Talsmaður utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna segir tilboðið hafa verið umfangsmikið en sagði ekki af hverju því hefði verið hafnað.

Saka Trump um að hafa æst fólk til of­beldis

Saksóknarar á vegum Jack Smith, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, segja Donald Trump, fyrrverandi forseta, hafa ítrekað logið um úrslit kosninganna 2020 og æst stuðningsmenn sína til ofbeldis.

Skaut mann á tæp­lega fjögurra kíló­metra færi

Úkraínsk leyniskytta er sögð hafa sett nýtt met þegar hann skaut rússneskan hermann á 3.800 metra færi. Það gerði hinn 58 ára gamli Vyacheslav Kovalskiy með sérsmíðaðri byssu og sérstökum skotum. Skotið sem hæfði hermanninn var um níu sekúndur á leiðinni.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Sjúklingar fylla gólfin á spítölum Gasa og staðan versnar með hverri klukkustund að mati hjálparstofnana. Fólk geti ekki flúið í öruggt skjól á sama tíma og Ísraelsher kallar eftir umfangsmeiri rýmingum.

Sjá meira