Einvígi stjóranna heldur áfram Einvígi stjóranna heldur áfram í kvöld, þar sem þeir Hjálmar Örn og Óli Jóels keppa um hvor nær betri árangri með lið sitt í fjórðu deildinni í Englandi í Football Manager 2023. Hjálmar stýrir Stockport og Óli stýrir Grimsby. 15.11.2022 18:31
„Spilltasti útsendarinn“ segir fíkniefnastríðið vera leik José Irizarry, sem hefur verið kallaður spilltasti útsendari fíkniefnalögreglu Bandaríkjanna (DEA), segir fíkniefnastríðið óvinnanlegt og þá sem heyja það gjörspillta. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur tekið ásakanir hans til skoðunar. 15.11.2022 17:08
Ástandið alvarlegt eftir umfangsmestu árás Rússa Úkraínumenn segja Rússa hafa skotið minnst 85 eldflaugum á skotmörk víða um landið í dag. Stór hluti landsins sé rafmagnslaus og sömuleiðis netleysi víða. Árásin er sögð vera mögulega sú umfangsmesta frá því innrás Rússa hófst í febrúar. 15.11.2022 16:08
„Framkvæmdin var ekki nógu góð“ Viðskiptaráðherra segist ljóst að framkvæmd Íslandsbankaútboðsins hafi ekki verið nógu góð og að vönduð skýrsla Ríkisendurskoðunar staðfesti það. Það séu vonbrigði að helstu sérfræðingar hafi ekki staðið betur að útboðinu sem eigi ekki að vera mjög flókið. 15.11.2022 15:11
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Úkraínumenn með frumkvæðið og von á frekari gagnárásum Frelsun vesturbakka Dniproár og Kherson-borgar opnar margskonar tækifæri fyrir Úkraínumenn til að herja frekar á Rússa í Úkraínu. Fregnir eru þegar byrjaðar að berast af því að úkraínski herinn sé byrjaður að gera árásir á Rússa á austurbakkanum og undirbúa mögulegar gagnárásir á öðrum stöðum. 15.11.2022 13:35
Kafa dýpra í Modern Warfare 2 Strákarnir í GameTíví ætla að halda áfram að spila hinn nýja Call of Duty: Mordern Warfare 2 í kvöld. Meðal annars ætla þeir að skoða hluta leiksins sem heitir Invasion en þar spila tuttugu spilarar gegn öðrum tuttugu og bottum. 14.11.2022 19:30
Gagnrýndi orðræðu Kínverja í garð Taívans Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, og Xi Jinping, forseti Kína, funduðu í Indónesíu í dag og var það í fyrsta sinn sem þeir hittast síðan Biden varð forseti. Forsetarnir ræddu meðal annars aukna samkeppni ríkjanna, stríðið í Úkraínu og mótmælti Biden orðræðu kínverskra ráðamanna í garð Taívans. 14.11.2022 14:36
Tóku eigin málaliða af lífi með sleggju Rússneskir málaliðar Wagner Group birtu um helgina myndband sem sýndi meðlim hópsins tekinn af lífi með sleggju. Rússneski auðjöfurinn sem rekur málaliðahópinn og tengist Vladimír Pútín, forseta Rússlands, nánum böndum, lofaði myndbandið. 14.11.2022 13:10
Leynilegu geimfari lent aftur eftir langa geimferð Geimher Bandaríkjanna lenti um helgina leynilegu geimfari á jörðinni eftir að það hafði verið út í geimi í 908 daga. Það er mettími en áður hafði geimfarið, sem ber heitið X-37B lengst verið 780 daga í geimnum. Þetta var sjötta geimferð X-37B. 14.11.2022 11:15
Selenskí heimsótti Kherson Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, heimsótti Kherson-borg í morgun. Hersveitir Rússa hörfuðu nýverið frá borginni en eru þrátt fyrir það í nokkur hundruð metra fjarlægð, hinu megin við Dniproá. 14.11.2022 10:46