Óttast viðbrögð kjósenda við aðgerðum gegn rétti til þungunarrofs Repúblikanar hafa áhyggjur af því að afstaða flokksins til hertra reglna um þungunarrof og aðgerðir í þá átt, muni koma niður á flokknum í kosningum næsta árs. Þeir óttast að stefna flokksins í þessum málum höfði mjög til þeirra flokksmeðlima sem ákveða úrslit forvala í flokknum, en sé óvinsæl meðal almennra kjósenda. 15.4.2023 23:56
Klókir markaðsaðilar fá ráðherra til að klóra sér í kollinum Heilbrigðisráðherra segir það mikið áhyggjuefni hversu margir landsmenn neyta nikótínpúða en vörurnar höfða meðal annars til barna og unglinga. Um sé að ræða snúna baráttu þar sem markaðsaðilar séu mjög séðir og þróa sífellt nýjar vörur. Nýtt regluverk gefi aukin færi. 15.4.2023 22:02
Gómuðu norskt línuskip á bannsvæði Varðstjórar í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar gómuðu norskt línuskip við veiðar á bannsvæði í fiskveiðilögsögunni í fyrrinótt. Áhöfn skipsins var gert að sigla því til hafnar í Reykjavík en þangað kom það í nótt. 15.4.2023 21:04
Óljóst hver stjórnar Súdan eftir átök dagsins Hörð átök brutust út milli súdanska hersins og valdamikils vopnahóps í Kartúm, höfuðborg Súdan, í morgun, hvar íbúar við sprengingar og skothríð. Hermenn hafa barist við meðlimir hóps sem kallast RSF, en óljóst er hver fer með stjórn ríkisins að svo stöddu. 15.4.2023 20:46
Ungur strákur skipti á giftingarhring fyrir Pokémon Ungur drengur kom heim úr Melaskóla í gær með giftingarhring sem hann hafði fengið í skiptum fyrir Pokémon-spil. Foreldrar drengsins leita nú að eiganda hringsins en fjölmargir hafa haft samband og forvitnast um hvort um þeirra hring sé að ræða. 15.4.2023 19:38
Trump malar gull á ákærunum Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur safnað meira en 34 milljónum dala í kosningasjóð sinn á þessu ári. Fjárveitingar til hans jukust mjög eftir að hann var ákærður í New York í síðastan mánuði. 15.4.2023 18:45
Gífurlegt mannfall meðal Spetsnaz-sveita Rússa Sérsveitir rússneska hersins sem ganga undir nafninu Spetsnaz hafa orðið fyrir gífurlegu mannfalli í Úkraínu og það mun taka rússneska herinn mörg ár að byggja sveitirnar upp að nýju. Sérsveitarmenn hafa ítrekað verið notaðir eins og hefðbundið fótgöngulið en þrjú Spetsnaz stórfylki eru sagðar hafa misst níutíu til 95 prósent af mönnum sínum. 15.4.2023 08:00
Partý hjá Babe Patrol og þér er boðið Stelpurnar Í Babe Patrol halda sannkallað partýstreymi í kvöld þar sem áhorfendum verður boðið að spila með þeim Warzone. Heppnir áhorfendur munu einnig fá glaðninga. 14.4.2023 20:30
Stendur frammi fyrir áralangri fangelsisvist fyrir lekann Jack Teixeira, sem grunaður er um að hafa lekið leynilegum upplýsingum á netið, hefur verið ákærður. Ákærurnar eru tvær en önnur þeirra snýr að því að hann hafi náð í leynilegar upplýsingar án heimildar og að hann hafi tekið þær án heimildar. 14.4.2023 16:45
Nafn mannsins sem lést í Vestmannaeyjum Maðurinn sem lést í höfninni í Vestmannaeyjum í vikunni hét Ólafur Már Sigmundsson. Hann fæddist árið 1942. 14.4.2023 16:21