Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel Karl er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Hætta við að bjóða Rússum, Írönum og Hvít-Rússum

Forsvarsmenn Nóbelsverðlaunanna hafa dregið boð til sendiherra Rússlands, Írans og Belarús (eða Hvíta-Rússlands) á afhendingu verðlaunanna í Stokkhólmi i ár til baka. Það er eftir að upprunaleg ákvörðun þeirra var harðlega gagnrýnd víða um heim og í Svíþjóð.

Ók móti umferð og á aðra bíla

Þrír voru fluttir á slysadeild eftir að maður sem ók á móti umferð á Reykjanesbrautinni ók utan í tvo bíla. Engan sakaði alvarlega en maðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna.

Minnst einn látinn vegna Saola

Fellibylurinn Saola olli töluverðum skemmdum á Hong Kong en þó minni en óttast var, þar sem hann veiktist á leið að eyjunum. Tré rifnuðu upp og brotnuðu víða og minnst einn hefur látið lífið eftir að fellibylurinn fór nærri Hong Kong og Macau í Kína.

Sóttu örmagna göngumann í Jökultungur

Hópur Slysavarnafélagsins Landsbjargar sem sinnir hálendisvakt í Landmannalaugum fékk seint í gær boð frá Neyðarlínu um hóp fjögurra göngumanna á Laugaveginum. Þau þurftu aðstoð þar sem einn í hópnum hafði örmagnast og treysti hann sér ekki til að halda áfram.

Helga Vala hættir á þingi

Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, ætlar að hætta á þingi og snúa sér að lögmennsku. Hún segist ekki ætla að hætta í Samfylkingunni.

Skaut ólétta konu sem sökuð var um búðahnupl til bana

Yfirvöld í Ohio í Bandaríkjunum birtu í gær myndband sem sýnir þegar lögregluþjónn skaut ólétta unga konu til bana, eftir að hún hafði verið sökuð um þjófnað í verslun. Fjölskylda konunnar kallar eftir því að umræddur lögregluþjónn verði rekinn og ákærður fyrir banaskotið.

Var rændur og þurfti á slysadeild

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í nótt tilkynning um rán í Austurbæ. Gerendur höfðu ekkert upp úr krafsinu flytja þurfti þolanda ránsins á slysadeild. Að öðru leyti mun hafa verið rólegt í miðborginni í nótt en þó voru rúmlega sextíu mál skráð í bækur lögreglu.

Leggja til leiðir til að auka samkeppni

Samkeppniseftirlit Íslands leggur til að stjórnvöld grípi til aðgerða til að efla samkeppni á flutningamarkaði með ýmsum aðgerðum. Er það sagt vera mikilvægt og þá meðal annars vegna hækkana á vöruverði síðustu mánuði.

Skutu ferðamenn sem villtust á sæþotum

Menn í strandgæslu Alsír eru sagðir hafa skotið tvo ferðamenn til bana á þriðjudaginn. Það gerðu þeir þegar ferðamennirnir fóru inn á yfirráðasvæði Alsír á sæþotum en þeir voru í fríi í Marokkó. Þriðji ferðamaðurinn var handtekinn en þeim fjórða tókst að synda á brott.

Sjá meira