Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Blake Lively, leikkona, hefur sakað Justin Baldoni, leikstjóra myndarinnar It ends with us og mótleikara hennar í myndinni, um kynferðislegt áreiti og áróðursherferð í þeim tilgangi að rústa orðspori hennar. Lively hefur lagt fram kvörtun gegn Baldoni, í undirbúningi fyrir lögsókn. 22.12.2024 10:41
Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Þekktur alþjóðlegur netglæpahópur er sagður hafa gert árás á kerfi upplýsingatækni Wise og tekið afrit af gögnum úr hluta kerfanna. Árásin er ekki sögð hafa haft áhrif á rekstur eða þjónustu Wise, þó hún sé alvarleg. 22.12.2024 09:56
Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Sprengisandur er á sínum stað klukkan 10 þar sem Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi ræðir samfélagsmálin við góða gesti. 22.12.2024 09:50
Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Maðurinn sem grunaður er um að hafa myrt fjórar konur og níu ára dreng og særa tugi manna með því að aka bíl inn í þvögu fólks á jólamarkaði í Magdeburg hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald og fluttur í fangelsi. Hann hefur verið ákærður fyrir fimm morð auk fjölda morðtilrauna og líkamsárása. 22.12.2024 09:00
„Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Tiltölulega rólegt var hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Alls voru 72 mál skráð í kerfi lögreglu í nótt og var enginn í fangageymslu í morgun en miðað við dagbók lögreglunnar snerist nóttin að mestu um ökumenn undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. 22.12.2024 07:57
Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Tveir flugmenn sjóhers Bandaríkjanna lifðu af þegar herþota þeirra var skotin niður yfir Rauðahafi í nótt. Svo virðist sem þotan hafi verið skotin niður af Bandaríkjamönnum sjálfum og var það í kjölfar loftárásar gegn Hútum í Jemen. 22.12.2024 07:38
Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins ætlar að fjölga lögreglumönnum og það verulega. Þannig á að auka öryggi almennings, samkvæmt stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. 21.12.2024 14:53
Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Stefnuyfirlýsing ríkisstjórnarinnar var kynnt á blaðamannafundi í Hafnarhúsinu í Hafnarfirði í dag. Hún inniheldur helstu áhersluatriði ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins, sem talin eru fram í 23 punktum. 21.12.2024 13:42
„Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að dagurinn verði góður og farsæll fyrir íslensku þjóðina. Djúpt og ríkt traust ríkti milli hennar Kristrúnar Frostadóttur og Ingu Sæland. 21.12.2024 11:58
Fimm látnir og tvö hundruð særðir Yfirvöld í Þýskalandi hafa uppfært tölur yfir fjölda látinna og særðra eftir að maður ók bíl á miklum hraða inn í þvögu fólks á jólamarkaði í Magdeburg í gærkvöldi. Að minnsta kosti fimm eru látnir og rúmlega tvö hundruð eru særðir. 21.12.2024 10:46