Íþróttafréttamaður

Runólfur Trausti Þórhallsson

Runólfur er íþróttafréttamaður á Vísi og Stöð 2 Sport.

Nýjustu greinar eftir höfund

Rautt spjald snemma leiks dýrt spaug fyrir Börsunga

Barcelona mátti þola 2-1 tap í Mónakó þegar liðið sótti heimamenn heim í 1. umferð Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Eric Garcia fékk að líta rauða spjaldið strax á 11. mínútu leiksins og það reyndist Börsungum dýrt spaug.

Raya hetjan er Skytturnar lögðu rútunni í Bergamo

Arsenal sótti Atalanta heim í 1. umferð Meistaradeildar Evrópu. Heimamenn í Atalanta voru eina liðið til að leggja Bayer Leverkusen á síðustu leiktíð þegar liðin mættust í úrslitum Evrópudeildarinnar og voru því sýnd veiði en ekki gefin.

Gísli Þor­geir bar af í Ís­lendinga­slag kvöldsins

Magdeburg tók á móti Kolstad í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld og voru Íslendingar beggja liða mjög svo áberandi. Gísli Þorgeir Kristjánsson bar hins vegar af í leik sem Magdeburg vann með átta marka mun, 33-25.

Fram á­fram með fullt hús

Fram fór illa með Gróttu í Olís-deild kvenna í handbolta þegar liðin mættust á Seltjarnarnesi í kvöld, fimmtudag. Lokatölur 20-29 og gestirnir fara því með stigin tvö heim í Grafarholtið.

Bjarki Már og Orri Freyr með stór­sigra í Meistara­deildinni

Bjarki Már Elísson og Orri Freyr Þorkelsson unnu í kvöld stórsigra með liðum sínum í Meistaradeild Evrópu karla í handbolta. Veszprém fór létt með París Saint-Germain á heimavelli á meðan Sporting sótti lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar í Fredericia heim.

Úlfur Ágúst orðaður við Messi og fé­laga á Miami

Framherjinn Úlfur Ágúst Björnsson spilar í dag með Duke-háskólanum í Bandaríkjunum ásamt því að vera samningsbundinn FH í Bestu deild karla í fótbolta. Hann er nú orðaður við stórlið Inter Miami þar sem Lionel Messi og fleiri góðir leika listir sínar.

Sett meira en 762 milljarða í að bæta í­mynd sína

Fyrirtæki sem sérhæfa sig í framleiðslu á jarðefnaeldsneyti hafa eytt meira en 762 milljörðum íslenskra króna í íþróttaþvott til að bæta ímynd sína. Aramco frá Sádi-Arabíu toppar listann, þar á eftir koma fyrirtæki á borð við Ineos, Shell og TotalEnergies.

Sjá meira