Newcastle upp í þriðja sætið Newcastle United lyfti sér upp í 3. sæti ensku úrvalsdeildar karla í knattspyrnu með 5-0 sigri á Crystal Palace. 16.4.2025 20:39
Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Aldís Ásta Heimisdóttir átti góðan leik þegar Skara komst 1-0 yfir í undanúrslitaeinvígi sínu við Skuru í baráttunni um sænska meistaratitilinn í handbolta. Leikurinn var eins dramatískur og hugsast getur. 16.4.2025 19:44
Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Inter Milan er komið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 2-2 jafntefli á heimavelli gegn Bayern München. Inter vann fyrri leik liðanna í Þýskalandi 2-1 og er því komið áfram þar sem það mætir Barcelona. 16.4.2025 18:30
Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Evrópumeistarar Real Madríd eru úr leik eftir 1-2 tap gegn Skyttunum hans Mikel Arteta á heimavelli í síðari leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Arsenal vinnur einvígið 5-1 eftir frábæran 3-0 sigur á heimavelli. 16.4.2025 18:30
Viðar Örn að glíma við meiðsli Viðar Örn Kjartansson, framherji KA í Bestu deild karla í fótbolta, verður frá næstu vikurnar vegna meiðsla sem hann varð fyrir gegn Víking á dögunum. Hallgrímur Jónasson staðfesti meiðslin í stuttu viðtali við Fótbolti.net. 16.4.2025 18:00
Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Marcel Römer var fyrirliði Lyngby í efstu deild Danmerkur en þó ekki í myndinni hjá þjálfarateymi félagsins. Hann grínaðist með að vilja prófa eitthvað nýtt og er nú mættur til Akureyrar þar sem hann mun spila fyrir bikarmeistara KA í Bestu deild karla í fótbolta. 16.4.2025 07:02
Dagskráin í dag: Meistaradeild Evrópu, Besta kvenna og umspil NBA Að venju eru sannkölluð veisludagskrá á rásum Stöðvar 2 Sport. Við fáum endanlega staðfest hvaða lið komast í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu karla í fótbolta, Besta deild kvenna í fótbolta heldur áfram að rúlla sem og umspilið í NBA-deildinni í körfubolta. 16.4.2025 06:02
Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Luka Dončić hefur stolið öllum fyrirsögnunum síðan hin ótrúlegu félagaskipti hans frá Dallas Mavericks til Los Angeles Lakers áttu sér stað. Skiptunum fylgdi gríðarleg treyjusala sem gerði það að verkum að treyja með Dončić og 77 á bakinu er nú sú vinsælasta í NBA. 15.4.2025 23:32
Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Sænska B-deildarliðið Östersund hefur gefið út að markvörðurinn Adam Ingi Benediktsson verði frá keppni um ókomna tíð. Ekki er um meiðsli að ræða en leikmaðurinn hefur beðið um frí vegna persónulegra ástæðna. 15.4.2025 23:02
Selfoss byrjar á sigri Selfoss lagði ÍR með fjögurra marka mun í fyrstu umferð úrslitakeppni Olís deildar kvenna í handbolta, lokatölur 31-27 á Suðurlandi. Vinna þarf tvo leiki til að tryggja sér sæti í næstu umferð. 15.4.2025 21:27