Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Stuðningsmenn ísraelska liðsins Maccabi Tel Aviv fóru sneypuför til Amsterdam á dögunum þar sem liðið tapaði 5-0 fyrir Kristian Nökkva Hlynssyni og félögum í Ajax. 9.11.2024 09:01
Dagskráin í dag: Allskonar fyrir öll Að venju er nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport á laugardegi. Alls eru 10 beinar útsendingar á dagskrá í dag. 9.11.2024 06:01
„Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Vinirnir Guðmundur Benediktsson (Gummi Ben) og Sigurvin Ólafsson (Venni) voru lengi vel samherjar en hafa einnig mæst nokkrum sinnum á knattspyrnuvellinum. Nýverið mættust þeir á golfvellinum ásamt Steve dagskrá bræðrum og úr varð kostuleg keppni. 8.11.2024 23:31
Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Aron Elí Sævarsson mun ekki ganga í raðir uppeldisfélagsins Vals og tekur slaginn með Aftureldingu í Bestu deild karla í fótbolta á næstu leiktíð. 8.11.2024 23:01
Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum María Þórisdóttir og stöllur í Brighton & Hove Albion áttu ekki möguleika gegn Arsenal í efstu deild kvenna í knattspyrnu á Englandi. Skytturnar í Arsenal unnu öruggan 5-0 sigur. Í hinum leik kvöldsins vann Manchester City 4-0 sigur á Tottenham Hotpsur. 8.11.2024 22:47
Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Haukar unnu góðan þriggja marka sigur þegar liðið sótti Selfoss heim í Olís-deild kvenna. 8.11.2024 22:10
Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Álftanes lagði Hauka í Ólafssal þegar liðin mættust í Bónus-deild karla í kvöld. Lokatölur 86-91 sem þýðir að Haukar hafa ekki enn unnið leik. 8.11.2024 21:50
Fimm Íslandsmet og jafn mörg HM lágmörk litu dagsins ljós í Hafnafirði Íslands- og unglingameistaramótið í sundi hófst í morgun í Ásvallalaug í Hafnarfirði. Mótið hófst með látum þar sem fimm Íslandsmet, tvö unglingamet og fimm lágmörk fyrir komandi heimsmeistaramót litu dagsins ljós. HM25 fer fram í Búdapest þann 10. til 15 desember næstkomandi. 8.11.2024 20:31
Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Þýskalandsmeistarar Bayern München björguðu stigi gegn Freiburg þökk sé stoðsendingu Glódísar Perlu Viggósdóttir í uppbótartíma. Bæjarar voru hársbreidd frá því að tapa í annað sinn í síðustu fjórum leikjum en landsliðsfyrirliðinn steig upp á ögurstundu. 8.11.2024 20:01
Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Benóný Breki Andrésson, markakóngur Bestu deildar karla í knattspyrnu á nýafstöðu tímabili, er einn eftirsóttasti biti deildarinnar sem stendur. Enska B-deildarliðið Sunderland er sagt meðal liða sem vilja fá hann í sínar raðir. 8.11.2024 19:17