Telja að eldgosinu sé lokið Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands segja að svo virðist sem eldgosinu á Reykjanesskaga sé lokið. Verulega hafi dregið úr krafti gossins síðustu daga og í dag hafi ekki sést til glóðar þegar flogið var yfir eldstöðvarnar. 5.9.2024 21:00
Reyna að ná sambandi við sendanda neyðarkallsins Búist er við því að varðskipið Þór komi að Hlöðuvík á Hornströndum á hverri stundu nú en óljóst neyðarkall barst lögreglunni á Vestfjörðum þaðan um hádegisbil. 5.9.2024 20:17
Huldumaður réðst á nemanda á unglingastigi Huldumaður réðst á nemenda Myllubakkaskóla á unglingastigi fyrir utan Íþróttaakademíuna í Reykjanesbæ í lok skóladags. 5.9.2024 19:21
Göngumaðurinn fannst kaldur á Kastárfjalli Göngumaður sem leitað var eftir að hann rann í skriðum á Kastárfjalli á Stokksnesi austan Hafnar hefur verið fundinn. 5.9.2024 18:41
Ófært vegna sandbyls Lögreglan á Norðurlandi eystra varar ökumenn við sandstormi og ofsaroki á Mývatnsöræfum. Malbik hefur flest af veginum vestan við Jökulsá á Fjöllum við Grímsstaði. 5.9.2024 17:29
Danska lögreglan má nú nota andlitsgreiningu Lögreglan í Danmörku má nú beita svokallaðri andlitsgreiningartækni við rannsókn á sakamálum. Þannig getur lögreglan fundið og fylgst með ferðum fólks sem lýst hefur verið eftir í öryggismyndavélum. 5.9.2024 16:43
Gasmengun berst yfir höfuðborgarsvæðið í kvöld Gasmengun mun berast yfir höfuðborgarsvæðið í kvöld og á morgun frá eldgosinu við Sundhnúksgígaröð. Vegna ríkjandi suðvestanáttar berst gosmengunin til norðausturs og suðvestanátt er í kortunum næstu daga. 5.9.2024 16:14
„Hjálpið okkur að hjálpa ykkur“ Guðlaug María Lewis, menningarfulltrúi Reykjanesbæjar og einn skipuleggjenda menningarhátíðarinnar Ljósanætur segir aukið viðbragð verða á hátíðinni vegna ákalls um aðgerðir til að sporna við ofbeldi meðal ungmenna. 4.9.2024 20:07
Sérsveitin kölluð til í Brautarholti Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu naut liðsinnis sérsveitar ríkislögreglustjóra snemma í morgun við lögregluaðgerð í Brautarholti í Reykjavík. 4.9.2024 18:53
Minnst fjórir látnir eftir skotárás í menntaskóla Í það minnsta fjórir eru látnir eftir að skotárás var framin í menntaskóla í Georgíuríki í Bandaríkjunum í dag. Auk hinna fjögurra látnu eru fleiri tugir særðir. 4.9.2024 18:24