Fréttamaður

Rafn Ágúst Ragnarsson

Rafn Ágúst er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Á níunda tug látin í hamfaraflóðum

Tala látinna í hamfaraflóðum sem dunið hafa á Texas-ríki undanfarna eftir mikla og skyndilega vatnavexti hefur náð 81. Fleiri tuga manns er enn saknað og björgunarsveitir og aðrir viðbragðsaðilar standa í ströngu við að finna týnda ástvini.

Hiti nær 22 stigum fyrir austan

Nú í morgunsárið er hæðarhryggur yfir landinu. Hægur vindur um mest allt land og yfirleitt bjart. Á Höfuðborgarsvæðinu eru enn þokuský á sveimi, en nú þegar sólin byrjar að skína hverfur þar fljótlega á brott. Hiti nær allt að 22 stigum og hlýjast er austanlands.

Leggja til 80 milljónum ár­lega í nýja lík­brennslu

Dómsmálaráðherra og Kirkjugarðar Reykjavíkur hafa undirritað viljayfirlýsingu um fjárframlag til uppbyggingar nýrrar líkbrennslu í Gufuneskirkjugarði. Ríkissjóður leggur fram 80 milljónir króna árlega í tólf ár til að standa undir stofnkostnaði nýrrar líkbrennslu.

Ní­tján ára ferða­maður fannst látinn

Nítján ára ferðamaður fannst látinn við Svínafell síðastliðið föstudagskvöld. Hópur ferðamanna óskaði eftir aðstoðar lögreglunnar við leit að manninum unga sem hafði lagt af stað í göngu og ekki komið til baka innan eðlilegra tímamarka.

Málþófið endur­spegli ráða­leysi minni­hlutans gagn­vart sam­stíga stjórn

Þingmenn stjórnarflokkanna og stjórnarandstöðunnar tókust á í Sprengisandi í dag en til umræðu var þráteflið á þinginu sem engan enda virðist ætla að taka. Enn eru engir þinglokasamningar í höfn og er helsti ásteytingarsteinninn veiðigjaldafrumvarpið svokallaða. Stjórnarandstaðan hefur heitið því að málþæfa því þangað til að það verði tekið af dagskrá.

Fóru hringinn um Græn­lands­jökul á baki vinddreka: Brotin rif­bein, kynngimagnað sjónar­spil og ó­þægi­legt ná­vígi við ís­björn

Höddi og Halldór eru miklir fjallagarpar en þeirra fjallamennska er ekki þessi hefðbundna. Raunar lítur klif hæstu tinda landsins og Evrópu út eins og Esjurölt í samanburði. Blaðamaður sló á þráðinn til þeirra nýkominna aftur í siðmenninguna eftir tæplega tveggja mánaða ferðalag hringinn um Grænlandsjökul, ísbreiðuna miklu sem þekur mestalla eyjuna, á óhefðbundnu farartæki.

Ætla að knýja Flat­ey með sólar­orku

Umhverfis-, orku og loftslagsráðherra og forstjóri Orkubús Vestfjarða undirrituðu í gær samning um orkuskipti í Flatey á Breiðafirði. Samningurinn leggur grunninn að nýtingu fjölbreyttra endurnýjanlegra orkugjafa í raforkukerfi eyjarinnar og mun um leið draga verulega úr notkun jarðefnaeldsneytis við framleiðslu raforku.

Sjá meira