Flygildin hvorki á vegum Kínverja né geimvera Logi Bergmann, fjölmiðlamaður og eiginmaður sendiherra Íslands í Bandaríkjunum, segir það ólíklegt að dularfull flygildi sem skotið hafa upp kollinum í skjóli nætur í New Jersey-ríki séu í heimsókn frá öðrum hnetti. 16.12.2024 22:50
76 milljón króna sekt Símans stendur Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í dag að fella niður 76,5 milljóna króna sekt fjármálaeftirlitsnefndar Seðlabankans á Símann vegna upplýsingagjafar varðandi söluna á Mílu. 16.12.2024 22:49
Þrír látnir eftir skotárás í grunnskóla Þrír eru látnir eftir skotárás í grunnskóla í Madison í Wisconsin-ríki Bandaríkjanna. Sex eru að auki særð, þar af tvö lífshættulega. 16.12.2024 21:50
Áhöfn Þórs bjargaði hval sem festist í legufæri Áhöfnin á varðskipinu Þór bjargaði hval sem hafði fest sig í legufæri norður af Viðey á sjötta tímanum í dag. Tilkynning barst stjórnstöð Landhelgisgæslunnar í gærkvöld og um miðnætti var séraðgerðasveit Landhelgisgæslunnar send til að kanna málið. 16.12.2024 20:55
Sjö börn liggja inni en ekkert á gjörgæslu Sjö börn liggja inni á barnaspítalanum vegna þungs faraldurs RS-veiru. Ekkert barn er þó á gjörgæslu. Fjölmörg börn hafa verið lögð inn á barnaspítalann og þar af hafa nokkur þurft að fara á gjörgæslu. 16.12.2024 19:16
Ósanngjarnt að börn hafi úrslitavald Kennari við Kársnesskóla skorar á fulltrúa í menntaráði og bæjarstjórn Kópavogs að endurskoða þá ákvörðun að láta nemendur skólans frá fyrsta upp í tíunda bekk velja nafn á þá nýju skóla sem verða til við skiptingu Kársnesskóla í tvennt. 16.12.2024 18:49
Fyrirtækjaleikskólar innleiði mismunun og stéttaskiptingu í menntakerfið Kennari og bæjarfulltrúi í Garðabæ segir að áform fyrirtækja á borð við Alvotech og Arion banka að koma á fót leikskólum og dagvistunarúrræðum á höfuðborgarsvæðinu séu til þess fallin að innleiða mismunun og stéttaskiptingu í menntakerfið. 16.12.2024 18:14
Ísrael lokar sendiráði sínu á Írlandi Ísraelsk stjórnvöld hafa tilkynnt um að sendiráði Ísraels í Dyflinni á Írlandi verði lokað. Utanríkisráðuneytið segir það helst koma til vegna „öfgafullrar“ og „andsemitískrar“ stefnu írskra stjórnvalda í garð Ísraels. 15.12.2024 16:18
Búseti sættir sig ekki við vöruhúsið Húsnæðissamvinnufélagið Búseti sættir sig ekki við stærðarinnar vöruhús sem reist var fáum metrum frá fjölbýlishúsi í þeirra eigu. Framkvæmdastjórinn segir stjórnendur munu funda með lögmanni sínum á morgun. 15.12.2024 15:31
Fer úr Efstaleiti yfir til SFS Benedikt Sigurðsson sagði skilið við fréttastofu RÚV og hefur nú verið ráðinn aftur til starfa hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi. Þar starfaði hann áður sem upplýsingafulltrúi. 15.12.2024 13:49