Selenskí dregur í land Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti tilkynnti í dag að ríkisstjórn hans legði frumvarp fyrir þingið sem gerði embætti sem fást við spillingu í úkraínskum stjórnvöldum óháð framkvæmdarvaldinu á nýjan leik. Hann var sakaður um að grafa undan lýðræði í landinu eftir að frumvarp var keyrt í gegnum þingið á methraða sem kvað á um að setja spillingarrannsóknarembætti undir ríkissaksóknara, sem forseti skipar. 24.7.2025 13:34
Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Dönsku sjónvarpsstöðinni TV2 barst sprengjuhótun á skrifstofur þeirra í Óðinsvéum. Fjónska lögreglan rýmdi skrifstofurnar. 24.7.2025 10:52
Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti fundaði með yfirmönnum lögreglu- og spillingarrannsóknarembættum landsins í gær eftir að umdeild lög voru samþykkt á þinginu. Hann segist ekki daufheyrast við mótmælum þjóðarinnar sem óttast um lýðræðið í stríðshrjáðu landinu. Hann heitir úrbótum á næstu tveimur vikum. 24.7.2025 10:09
Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Rússnesk farþegaflugvél hrapaði í Amúrhéraði í austurhluta Rússlands og 49 manns eru taldir af. Leit að særðum stendur yfir. 24.7.2025 08:16
Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Til átaka hefur komið á milli hermanna Tælands og Kambódíu og níu almennir borgarar hið minnsta hafa látið lífið í átökunum. Bardagarnir hófust á svæði sem löndin tvö deila um og saka Tælendingar Kambódíumenn um að hafa skotið eldflaugum á þorp innan landamæra Tælands og á spítala í grenndinni einnig. 24.7.2025 07:38
Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Alþjóðalögreglan Interpol hefur fjarlægt aðgerðarsinnann og hvalavininn Paul Watson af lista sínum yfir eftirlýsta glæpamenn. Hann var handtekinn á síðasta ári á Grænlandi en er einnig alræmdur innan hvalveiðiiðnaðarins á Íslandi. 23.7.2025 17:08
Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Úkraínumenn hafa fylkt á götur út og efnt til fjölmennra mótmæla víða um landið vegna nýrrar löggjafar sem samþykkt var á úkraínska þinginu í gær. Mótmælendur segja Selenskí gefa spillingu lausan tauminn og grafa undan sjálfstæði ákæruvaldsins. 23.7.2025 15:51
Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Síðasta sunnudag brutust út blóðug átök í borginni Sweida í suðurhluta Sýrlands á milli vopnaðra hópa Drúsa og Bedúína. Nýviðtekin ríkisstjórn Sýrlands, undir forystu Ahmads al-Sharaa, sendi herlið í borgina undir því yfirskini að stilla til friðar en við það stigmögnuðust átökin. 23.7.2025 13:58
Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Eyþór Árnason ljósmyndari hyggst kæra mann sem skvetti rauðri málningu yfir hann þar sem hann var á vettvangi á mótmælafundi á vegum Félagsins Íslands-Palestínu. 23.7.2025 11:12
Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Félagið Ísland-Palestína harmar atvik sem átti sér stað á mótmælum félagsins í dag þegar einn mótmælenda skvetti rauðri málninu á ljósmyndara Morgunblaðsins. 22.7.2025 17:17