Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Skjálfti af stærðinni 4,0 mældist í austanverðri Bárðarbunguöskju klukkan 21:59 í kvöld. Tíu eftirskjálftar hafa síðan mælst. 12.10.2025 23:25
„Ísland fyrst, svo allt hitt“ Ungir Miðflokksmenn tóku upp á að nota nýtt slagorð í aðdraganda landsfundarins sem fór fram um helgina. „Ísland fyrst, svo allt hitt“ er slagorðið og er sótt í smiðju hægriflokka bæði austanhafs og vestan-, og Flokks fólksins. 12.10.2025 22:47
„Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Donald Trump Bandaríkjaforseti gerði tilraun til að stappa í Bandaríkjamenn stálinu andspænis yfirvofandi stigmögnun tollastríðs síns við Kína. Í gær hótaði hann hundrað prósent tollum á kínverskar og segir viðbrögð Xi Jinping forseta Kína stafa af því að hann hafi átt slæman dag. 12.10.2025 22:08
Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Á annað hundrað fágætra bóka hafa horfið af bókasöfnum evrópskra stórborga undanfarin ár. Í sumum tilfellum fólust meint rán ekki í meiru en að skila ekki bók í útláni en í öðrum var greinilega um skipulagðan verknað og einbeittan brotavilja að ræða. Bækurnar eiga það allar sameiginlegt að vera kanónuverk rússneskra bókmennta. 12.10.2025 21:20
Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi segir birgðaflutninga á Gasaströndinni fara of hægt af stað. Flutningabílar eru farnir að berast inn á svæðið en flóðgáttir þurfi að opnast til að bregðast við neyðarástandinu. 12.10.2025 19:43
Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Vilhjálmur Árnason, ritari Sjálfstæðisflokksins og þingmaður, segist íhuga það alvarlega að gefa kost á sér sem oddvita flokksins í Reykjanesbæ í sveitarstjórnarkosningum í vor. Núverandi oddviti ætlar ekki fram. 12.10.2025 18:38
Vinnuslys í bakaríi Lögregla var kölluð til vegna vinnuslyss í bakaríi í dag en áverkarnir reyndust minniháttar. 12.10.2025 17:58
Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Tuttugu og tveir voru handteknir og táragasi var beitt þegar til átaka kom á mótmælum við Ullevaal-leikvanginn í Ósló. Þar atti norska landsliðið kappi við það ísraelska í undankeppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu á næsta ári. 11.10.2025 23:53
Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Leiðtogar tuttugu ríkja, þeirra á meðal Donald Trump Bandaríkjaforseti, Abdel Fattah el-Sisi Egyptlandsforseti og Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands, munu koma saman í strandbænum Sharm El-Sheikh við Rauðahafið til að ræða það hvernig megi binda enda á stríðið á Gasaströndinni. 11.10.2025 22:17
Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Smáskjálftahrina reið yfir á Sundhnúksgígaröðinni á níunda tímanum í kvöld. Skjálftarnir mældust á svipuðum slóðum við upphaf síðustu kvikuhlaupa. Svipuð hrina reið yfir á sama svæði tveimur vikum fyrir eldgos í nóvember í fyrra. 11.10.2025 21:47