Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Nikolaj Jacobsen, þjálfari danska landsliðsins, var spurður út í íslenska landsliðið eftir að lið hans vann Noreg í kvöld og tryggði sér undanúrslitaleik á EM á móti strákunum okkar. 28.1.2026 22:27
Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Anatoliy Trubin, markvörður Benfica, var hetja kvöldins því hann tryggði Benfica 4-2 sigur á Real Madrid með marki á áttundu mínútu í uppbótartíma en markið kom portúgalska liðinu í umspilið því 3-2 sigur hefði ekki dugað. 28.1.2026 22:17
Tyson Fury snýr aftur í apríl Tyson Fury, fyrrverandi heimsmeistari í þungavigt, snýr aftur í hringinn og mun mæta Arslanbek Makhmudov í Bretlandi þann 11. apríl næstkomandi. Með þessu hættir Fury við að hætta og bindur þar með enda á nýjasta tímabil sitt utan hringsins. 28.1.2026 21:33
Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Íslenski framherjinn Viktor Bjarki Daðason heldur áfram að koma nafni sínu í sögubækur Meistaradeildarinnar í fótbolta. 28.1.2026 21:31
Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Ísland mætir Danmörku í undanúrslitum Evrópumótsins í handbolta á föstudagskvöldið en í kvöld varð endanlega ljóst að heims- og Ólympíumeistararnir bíða íslensku strákanna. 28.1.2026 21:14
Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Danir tryggðu sér sigur í sínum milliriðli og um leið leik á móti Íslandi með fjórtán marka risasigri á Norðmönnum á Evrópumótinu í handbolta í kvöld. 28.1.2026 20:59
Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Hinn sautján ára gamli Viktor Bjarki Daðason heldur áfram að blómstra í Meistaradeildinni í fótbolta og hann kom FCK Kaupmannahöfn yfir á móti Barcelone á Nývangi í lokaumferð riðlakeppninnar í kvöld. 28.1.2026 20:17
Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Gísli Þorgeir Kristjánsson hefur verið magnaður með íslenska landsliðinu á Evrópumótinu og á öðrum fremur mestan þátt í því hversu íslenski sóknarleikurinn hefur gengið svona vel. 28.1.2026 20:04
Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Þýskaland og Króatía tryggðu sér sæti í undanúrslitum á Evrópumótinu í handbolta í kvöld sem þýðir það að Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitaleikjum Evrópumótsins í handbolta ár. 28.1.2026 18:49
Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Lærisveinar Dags Sigurðssonar í króatíska landsliðinu unnu endurkomusigur á Ungverjum í kvöld og tryggðu sér með því sæti í undanúrslitum á Evrópumótinu í handbolta. 28.1.2026 18:31