Strokulax Arctic Fish sennilega borist í ár á Vestfjörðum Grunur er um að strokulax frá fiskeldisfyrirtækinu Arctic Fish hafi veiðst í nokkrum laxveiðiám á Vestfjörðum að undanförnu. Tvö göt fundust á kví fyrirtækisins í Patreksfirði fyrir rúmri viku. Matvælastofnun segir að sennilega sé ekki um stórt strok að ræða. 30.8.2023 15:19
Leita allra leiða til að halda dagskrá í óveðri Forsvarsmenn bæjarhátíðarinnar Ljósanætur í Reykjanesbæ leita nú allra leiða til að halda hátíðina samkvæmt dagskrá. Aftakaveðri er spáð næstu helgi þegar hátíðin fer fram. 30.8.2023 12:45
Verðbólgan aftur á uppleið Verðbólga mælist 7,7 prósent miðað við verðlag í ágúst og hækkar í fyrsta sinn milli mánaða eftir samfellda lækkun frá mælingu í apríl. 30.8.2023 09:21
Léleg afkoma í landbúnaði leiði til hærra verðs í haust Búist er við að verð á landbúnaðarvörum hækki enn meira í haust. Meginástæðan er léleg afkoma í landbúnaði en stýrivaxtahækkun bætir gráu ofan á svart. 28.8.2023 15:48
Tuttugu og sex stiga hiti í Eyjafirði Hiti náði 26,1 stigi á Torfum í Eyjafirði í dag. Hiti hefur víða á landinu farið yfir 20 stig. 25.8.2023 17:37
Björgunarmiðstöðin víkur fyrir lúxusíbúðum Hluti hins svokallaða Reits 13, sem félagið Fjallasól í eigu Mata-systkina keypti, var í eigu björgunarsveita. Kópavogsbær er hafði milligöngu um kaup á lóðinni áður en hún var afhent verktökum. 24.8.2023 23:46
„Þarf að fara og sækja tekjur þar sem svigrúm er“ Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar segir verðbólguvæntingar benda til þess að almenningur hafi ekki trú á því að ríkisstjórnin geti náð verðbólgu niður. Fjármagna þurfi að fullu næsta kjarapakka sem sé ómögulegt með ríkisstjórn sem geti ekki komið sér saman um ákvarðanir. 24.8.2023 22:29
„Ógerlegt“ að auglýsa lóð lúxusíbúða á Kársnesi Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogs segir að samningsstaða bæjarins hefði orðið veikari með auglýsingu lóðarinnar Reits 13 á Kársnesi. Minnihluti bæjarstjórnar telur afhendingu lóðarinnar ganga í berhögg við reglur bæjarins um úthlutun og brot á jafnræði. 24.8.2023 21:33
Stakk tvo kennara sína og særði annan alvarlega Nemandi í Háskólanum í Osló er grunaður um að hafa stungið tvo kennara sína í húsakynnum skólans síðdegis í dag. Annar kennaranna hefur verið fluttur alvarlega særður á sjúkrahús. 24.8.2023 18:17
Dekur við bankana og atlaga að íslenskum heimilum Ýmis samtök og verkalýðsforingjar lýsa þungum áhyggjum vegna stýrivaxtahækkunar Seðlabankans í morgun. Hækkunin er sögð atlaga að íslenskum heimilum. 23.8.2023 12:29