Ólafur Björn Sverrisson

Nýjustu greinar eftir höfund

Mútumálið á Sel­fossi komið á borð héraðssaksóknara

Héraðssaksóknari hefur boðað Tómas Ellert Tómasson, bæjarfulltrúa í Árborg í skýrslutöku vegna frétta af mögulegu mútubroti Leós Árnasonar fjárfestis. Tómas Ellert greindi frá því að Leó hafi boðið honum fjáhagslega aðstoð í næstu kosningum gegn því að hann stuðlaði að því að sveitarfélagið félli frá kaupum á húsi Landsbankans á Selfossi.

„Ég vissi ekki að svona rasismi væri til“

Ferð tveggja sautján ára drengja á bæjarhátíðina Ljósanótt í Reykjanesbæ breyttist fljótt í martröð. Þeir voru nýmættir á hátíðina þegar fjöldi lögreglumanna ýttu öðrum drengnum, sem er dökkur á hörund, upp að vegg og létu fíkniefnahund leita á honum. Mikið sjokk, segir móðir drengsins sem hætti við að fara á hátíðina eftir uppákomuna. Hún sakar lögreglu um rasisma og vill skýringar á atvikinu.

Þriðji sem lætur lífið af völdum CJS á Íslandi

Kona á miðjum aldri lést á síðasta ári skömmu eftir að hafa greinst með hinn sjaldgæfa Creutzfeldt-Jakob sjúkdóm. Sjúkdómurinn hafði tvisvar áður greinst hér á landi og létust báðir einstaklingar stuttu eftir greiningu vegna sjúkdómsins. 

Hópslagsmál í Garðabæ

Tilkynnt var um hópslagsmál í dag í Garðabæ. Var málið leyst á staðnum af lögreglu.

Sam­mála um að brott­hvarfið tengist ekki erjum

Helga Vala Helgadóttir fráfarandi þingmaður Samfylkingarinnar og Kristrún Frostadóttir formaður flokksins virðast sammála um að brotthvarf Helgu Völu af þingi tengist ekki erjum þeirra innan flokksins. Kristrún skipti Helgu Völu út sem þingflokksformanni fyrir Loga Einarsson á síðasta ári og orðrómur hefur verið um ósætti og erjur innan flokksins. 

Slasaður í brattri hlíð og þyrlan komst ekki að

Lögreglunni á Norðurlandi eystra barst tilkynning um klukkan þrjú í dag um slasaðan gangnamann í Eyjafirði. Björgunarsveitir voru kallaðar á staðinn ásamt þyrlu Landhelgisgæslunnar sem komst ekki að manninum vegna sviptivinda.

Sjá meira