Þrír virkir leitendur fyrir hvern leigusamning Leigumarkaðurinn ber enn merki töluverðrar eftirspurnarspennu og hefur markaðsleiga ekki hækkað jafn mikið umfram verðbólgu í sjö ár. Alls voru þrír í virkri leit að leiguhúsnæði fyrir hvern nýjan leigusamning á leiguvefnum myigloo.is í júlí. 22.8.2024 07:41
Varasamt ferðaveður á Suðausturlandi Gul viðvörun er í gildi á Suðausturlandi vegna mikils hvassviðris. Búast má við svörpum vindhviðum við fjöll, staðbundið að 35 m/sek, að því er fram kemur á vef Veðurstofunnar. 22.8.2024 07:06
Rústaði heimahúsi og beit lögreglumann Karlmaður var handtekinn eftir að lögregla kom að honum að „rústa heimahúsi“ eins og það er orðað í tilkynningu lögreglunnar. 22.8.2024 06:54
Færri skjálftar en síðustu daga Um fimmtíu skjálftar mældust á Reykjanesskaga síðastliðinn sólarhring, sem er ívið minna en mælst hefur síðustu daga. 22.8.2024 06:44
Fær Amsterdam-reiðuféð ekki til baka frá lögreglu Landsréttur hefur hafnað kröfu manns um afhendingu reiðufjár upp á sex þúsund evrur, sem lögregla lagði hald á í Leifsstöð. Peninginn hafði maðurinn meðferðis á leið til Amsterdam með félögunum. 21.8.2024 13:38
Nú má heita Arló og Marló en ekki Salvarr Mannanafnanefnd birti í vikunni tíu úrskurði þar sem teknar voru fyrir nafnabeiðnir. Allar beiðnir voru samþykktar utan beiðni þess sem vill heita Salvarr. 21.8.2024 12:50
Faraldur innbrota í hjólreiðabúðir Fjölmörg innbrot í hjólabúðir hafa verið gerð undanfarnar vikur og mánuði. Þjófar virðast samt hafa lítið upp úr innbrotunum. 21.8.2024 11:27
Nokkrar klukkustundir í fullan þrýsting Heitt vatn rennur nú hægt inn á nánast öll hverfi, en nokkrar klukkustundir mun taka að ná upp fullum þrýstingi. 21.8.2024 08:12
Vindhviður gætu náð allt að 35 m/sek Í dag má reikna með hvössum vindi með suðurströndinni. Vinhviður gætu náð 30-35 m/sek í Mýrdal og undir Eyjafjöllum um og upp úr hádegi. Sama gildir um Öræfi skammt austan Skaftafells. 21.8.2024 07:46
Skemmdi rúður í lögreglubílum dag eftir dag Kona hefur verið dæmd fyrir héraðsdómi í skilorðsbundið 14 mánaða fangelsi fyrir eignaspjöll. Fólust þau í því að brjóta ítrekað rúður lögreglubíla með neyðarhamri í sumar. Konan hótaði einnig lögreglumanni með skilaboðum á rúðuþurrku. 20.8.2024 13:51