Fréttamaður

Oddur Ævar Gunnarsson

Oddur Ævar er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Þekkir sjúk­dóminn sem dró barna­barnið til dauða af eigin raun

Sigurður Gunnsteinsson tekur þátt í Reykjavíkurmaraþoninu í ár þar sem hann hyggst hlaupa hálfmaraþon og safna áheitum fyrir SÁÁ í minningu sonardóttur sinnar, sem lést aðeins 26 ára gömul úr fíknisjúkdómi. Sigurður mun hlaupa í bol með mynd af sonardóttur sinni, hefur sjálfur farið í meðferð og þekkir baráttuna við sjúkdóminn af eigin raun.

Myndaveisla: Loksins lét sú gula sjá sig

Veðrið hefur leikið landsmenn grátt í sumar, víðast hvar skýjað dag eftir dag eftir dag. Á vestan- og sunnanverðu landinu lét sólin þó loksins sjá sig þó margir séu farnir aftur til vinnu eftir sumarfrí. Gleðin skein úr hverju andliti í höfuðborginni í dag þegar Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari fréttastofunnar fór á stúfana.

Ari Ólafs tekur stórt stökk: „Þetta er draumur að rætast“

Ari Ólafsson söngvari og leikari mun taka þátt í alþjóðlegri uppsetningu á söngleik Andrew Lloyd Webber um Óperudrauginn. Ari hafði farið í prufur í þrígang áður en hann fékk hlutverk í verkinu og mun því ferðast með leikhópnum um hinar ýmsu borgir Evrópu næsta árið. Ari segir draum sinn vera að rætast en stefnan sé þó tekin á að finna sér starf hér heima til að vera nær fjölskyldunni og nýfæddum syni.

Myndaveisla: Playboy lopapeysa og drulluskítugir regnjakkar

Þjóðhátíðargestir 2024 létu slæmt veður ekki á sig fá á Verslunarmannahelginni í ár á 150 ára afmæli Þjóðhátíðar í Eyjum þegar fimmtán þúsund manns sóttu Vestmannaeyjar heim. Viktor Freyr Arnarson ljósmyndari fangaði stemninguna í Eyjum.

Stjúp­sonur norska prinsins hand­tekinn um helgina

Marius Borg Høiby stjúpsonur Hákonar krónprins af Noregi var handtekinn um helgina vegna líkamsárásar og skemmdarverka sem áttu sér stað síðastliðinn laugardag. Samkvæmt upplýsingum norskra fjölmiðla þekkir Høiby þann sem varð fyrir árásinni.

Segir föður sínum til syndanna

Vivian Jenna Wilson dóttir milljarðamæringsins Elon Musk segir föður sínum til syndanna í nýrri færslu sem hún birtir á samfélagsmiðlinum Threads. Hún segir hann ekki fjölskyldumann og segir hann ítrekað ljúga um börn sín auk þess sem hann sé raðframhjáhaldari. 

Frum­sýning á Vísi: „Þetta er al­veg ný hlið á mér“

„Þetta er alveg ný hlið á mér,“ segir Eyþór Ingi sem gefur í dag út nýtt tónlistarmyndband við lagið Hugarórar. Lagið samdi Eyþór með gítarleikaranum Reyni Snæ Magnússyni en Eyþór segir Reyni í upphafi hafa talið lagið ekki henta söngvaranum.

Upp­lifir sig niður­lægða

Jennifer Lopez er sársvekkt og upplifir sig niðurlægða af Ben Affleck sem er sagður vilja bíða með að skilja opinberlega við hana, til þess að hlífa henni. Þetta er fullyrt í umfjöllun bandaríska slúðurmiðilsins PageSix.

Ólafur Darri og Hera Hilmars saman á skjánum í fyrsta sinn

Leikararnir Ólafur Darri Ólafsson og Hera Hilmarsdóttir munu fara með aðalhlutverkið í íslensku þáttaröðinni Reykjavík Fusion. Þetta er í fyrsta sinn sem þau eru saman á skjánum. Auk þess fara reynsluboltarnir Samúel Bjarki Pétursson og Gunnar Páll Ólafsson með leikstjórn, í þeirra fyrsta verkefni af slíku tagi, eftir áratugi af auglýsingaleikstjórn.

Sjá meira