Fréttatía vikunnar: Húsbruni, skiltastærð og félagaskipti Hversu vel fylgdist þú með fréttum í vikunni sem líður? Spreyttu þig á Fréttatíunni til þess að komast að því. Sem fyrr er aðeins montréttur að launum fyrir góða frammistöðu. 16.3.2024 07:00
Ábendingum um aðstoð fyrir Blæsa rigndi yfir fjölskylduna Ábendingum um aðstoð fyrir nýjasta fjölskyldumeðliminn í fjölskyldu Silju Brá Guðlaugsdóttur, hinum ellefu vikna gamla hvolpi Blæsa, rigndi yfir fjölskylduna eftir að Silja birti mynd af hvolpinum inni á hópi hundaáhugamanna á samfélagsmiðlinum Facebook. Blæsi er heyrnarlaus og sjóndapur vegna erfðagalla. 16.3.2024 07:00
Myndaveisla: Spessi frumsýndi Afsakið meðanað égæli Íslenska heimildamyndin Afsakið meðanað ég æli var frumsýnd í Bíó Paradís að viðstöddum kvikmyndagerðarmönnum og leikstjóra miðvikudagskvöldið 13. mars. Þar létu helstu kanónur úr menningarlífinu sig ekki vanta. 15.3.2024 15:41
Fleiri vildu lag Heru en Bashar til Malmö Fleiri Íslendingar er óánægðir með framlag Íslands í Eurovision 2024, lagið Scared of Heights í flutningi Heru Bjarkar, en ánægðir, eða rúm fjörutíu prósent. Þó vildu fleiri á sama tíma að lagið yrði framlag Íslands frekar en lagið Wild West með Bashar Murad sem lenti í öðru sæti. Þá vilja flestir að Ísland sitji hjá í Eurovision í ár. 15.3.2024 10:34
Prinsinn grínaðist með listræna hæfileika Katrínar Vilhjálmur Bretaprins grínaðist með listræna hæfni eiginkonu sinnar Katrínar Middleton þar sem hann heimsótti félagsmiðstöð fyrir ungt fólk í London í fyrradag. Brandarinn vakti mikla athygli enda Katrín nýbúin að eiga við mynd af sér og börnunum sínum. 15.3.2024 09:02
Amanda og Brák meðal handhafa Íslensku myndlistarverðlaunanna Amanda Riffo og Brák Jónsdóttir eru meðal þeirra myndlistarmanna sem hlutu Íslensku myndlistarverðlaunin. Þá fékk Hreinn Friðfinnsson Verðlaunaafhending fór fram í Iðnó í kvöld þar sem var margt um manninn. 14.3.2024 21:16
Pallborðið um Katrínu Middleton: Yfirhylmingin alltaf verri en glæpurinn Sannleikurinn að baki veikindum Katrínar Middleton, prinsessu af Wales, er að öllum líkindum töluvert skárri en yfirhylmingin sem gripið hefur verið til vegna veikindanna. Þetta er meðal þess sem fram kom í Pallborðinu á Vísi þar sem málið var rætt. 14.3.2024 15:01
Myndaveisla: Söfnuðu hátt í milljón fyrir UN Women á Íslandi Félag kvenna í atvinnulífinu (FKA) stóð fyrir góðgerðaruppboði í Gallerí Fold síðastliðinn föstudag til styrktar UN Women á Íslandi. Dagurinn var alþjóðlegur baráttudagur kvenna og stóð FKA fyrir uppboðinu undir nafninu „Fjárfestum í konum“ sem var einmitt tilefnið þar sem ágóðinn rennur óskiptur til verkefna UN Women á heimsvísu. 14.3.2024 10:03
Inga Lind og Finnur deila áhuga á stangveiði Inga Lind Karlsdóttir, eigandi Skot Productions, og Finnur Harðarson fjárfestir og umsjónarmaður Stóru Laxár hafa látið vel að hvort öðru á opinberum vettvangi nýverið. 14.3.2024 08:00
Sársaknar sérhannaðrar úlpu: „Þetta er bara listaverkið mitt“ Andri Hrafn Gunnarsson, fatahönnuður sem búsettur er í Danmörku, sársaknar sérhannaðrar úlpu sem er hans eigin hönnun. Úlpan hvarf eftir að Andri lagði hana frá sér um stund á Kaffibarnum í miðbæ Reykjavíkur. 13.3.2024 21:00