Engin löndun í bili í Grindavík Ekki verður landað í dag í Grindavík eins og vonir stóðu til um. Hafnarstjóri segir varnargarða þó hafa blásið mönnum byr í brjóst. Fyrirtæki fá að fara inn í bæinn í dag en fyrst stóð til að það yrði ekki leyft. 18.3.2024 14:03
Þrír nýir stjórnendur hjá Styrkási Þrír stjórnendur hafa verið ráðnir til Styrkáss. Allir koma þeir frá dótturfélögum innan samstæðu. Þetta kemur fram í tilkynningu. 18.3.2024 13:31
Haldlögðu mikið magn skotvopna á höfuðborgarsvæðinu Mikið af skotvopnum, meðal annars skammbyssur og vélbyssur, og íhlututum skotvopna, ásamt miklu magni af skotfærum var haldlagt við húsleit lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir helgina. 18.3.2024 11:34
Katrín sögð hafa sést úti meðal almennings Katrín Middleton er sögð hafa sést meðal almennings í fyrsta sinn. Þar á hún að hafa verið „hamingjusöm, slök og heilbrigð,“ að því er fullyrt er í umfjöllun breska götublaðsins The Sun. 18.3.2024 11:09
27 vilja stýra fasteignafélaginu Þórkötlu Alls sóttu 27 manns um starf forstjóra fasteignafélagsins Þórkötlu. Umsóknarfrestur rann út 5. mars síðastliðinn. 18.3.2024 10:32
Zara tók sjálfur með gosinu Sænska ofurstjarnan Zara Larsson nýtti sér stund milli stríða vel á laugardagskvöldinu þegar það byrjaði að gjósa. Hún tók nokkrar sjálfur af sér með gosinu af toppi tónlistarhússins Hörpu þar sem hún var með tónleika það kvöldið. 18.3.2024 10:09
Sigur Rós endar túrinn með Elju í Hörpu Sigur Rós er á leið í tónleikaferðalag með strengjasveit um Norðurlöndin. Ferðalagið mun enda í Eldborg í Hörpu í desember næstkomandi. Sveitin mun þar koma fram ásamt kammersveitinni Elju. 18.3.2024 09:44
Sundhnúkareinin gæti verið á leið í mjög langt frí Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, segist telja mögulegt að eldgosið sem hófst um helgina verði síðasta eldgosið á svæðinu í bili, þó eldvirkni á Reykjanesi sé hvergi nærri lokið. Mögulega eigi kerfið eitt eldgos í sér til viðbótar, sem verði þá eftir rúman mánuð. 18.3.2024 09:14
Salvador á Djúpavogi reyndist heita Buszek og búa í Sandgerði Heimilislaus köttur sem fannst á Djúpavogi og gefið var nafnið Salvador reyndist í raun heita Buszek og eiga heimili í Sandgerði. Þaðan hvarf hann fyrir þremur árum síðan. Eigandinn segist ekki hafa trúað sínum eigin augum þegar hún rak augun í mynd af Buszek á Facebook síðu Villikatta á Austurlandi. 17.3.2024 11:01
Krakkatían: Eurovision, rapparar og fótboltamenn Hversu vel fylgdist þú með fréttum í vikunni sem líður? Spreyttu þig á Krakkatíunni sem hefst á Vísi í dag. Krakkatían kemur í staðinn fyrir Krakkakvissið sem hefur verið á Vísi undanfarið. 17.3.2024 07:01