Umsjónarmaður

Oddur Ævar Gunnarsson

Oddur Ævar er umsjónarmaður Lífsins á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Sex­tán ára reyndi að stinga lögguna af

Sextán ára gamall strákur gerði tilraun til þess að stinga lögreglu af á Hafnarfjarðarvegi í gær. Hann fór Heiðmerkurleið og inn í Kórahverfi í Kópavogi þar sem hann endaði utan vegar. Bíllinn er stórskemmdur en þrír voru í bílnum.

Allt önnur spá í kortunum

Veðurspár næstu tíu daga sýna allt aðra mynd í meðalveðrinu en verið hefur síðustu tíu daga. Með umbreytingunni fylgir rigning og strekkings SA-vindur sunnanlands næstu tvo daga en eftir það fremur sólríkt að jafnaði fram yfir sumarsólstöður. Spáin gefur tilefni til bjartsýni og marga sólardaga, í hið minnsta sunnan- og vestantil.

Sigurður Tómas­son til liðs við Origo

Origo hefur ráðið Sigurð Tómasson í stöðu framkvæmdastjóra vaxtar og viðskiptaþróunar (e. Chief Growth Officer), sem er ný staða innan félagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu. Sigurður tekur til starfa að loknu sumri.

Hrefna og Unnur til Novum

Hrefna Þórsdóttir og Unnur Edda Sveinsdóttir hafa gengið til liðs við Novum lögfræðiþjónustu. Alls starfa nú sjö lögmenn undir merkjum Novum. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Hefur ekki hug­mynd um hvað tekur nú við

Kristbjörg Jónasdóttir einkaþjálfari segir marga hafa spurt sig að því hvað taki nú við hjá henni og Aroni Einari Gunnarssyni fótboltamanni nú þegar samningur hans er runninn út hjá Al Arabi. Sannleikurinn sé sá að hún hafi ekki hugmynd og viðurkennir Kristbjörg að hún eigi erfitt með óvissuna.

Grínaðist með yfir­lið Binna í Köben

Rapparinn og samfélagsmiðlastjarnan Bassi Maraj ferðaðist til Kaupmannahafnar í morgun. Þar gerði hann góðlátlegt grín að einum af sínum bestu vinum og kollega í Æði, Binna Glee og endurlék atvik fyrir samfélagsmiðla þar sem Binni féll í yfirlið á lestarstöð í borginni.

Fólk ofmeti sína eigin þekkingu á næringu

Næringafræðingur segir að samfélagsmiðlar séu að grafa undan næringarfræði. Rangfærslur grasseri á miðlunum og ýti undir þau áhrif að fólk ofmeti þekkingu sína.

Þurfum að vera til­búin að deyja á hverjum degi

Egill Ólafsson segist þakka fyrir hvern dag og lifa lífi sínu af æðruleysi eftir að hann greindist með Parkinson´s sjúkdóminn. Egill, sem er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar, segist strax hafa ákveðið að tala opinskátt um veikindi sín og að það hafi hjálpað. Hann segir tilveruna orðna mun hægari en áður, en kosturinn við það sé að hann taki betur eftir litlu hlutunum í lífinu og hjálpi til við að finna bæði þakklæti og auðmýkt.

Sjá meira