„Fann svo til með okkur að hann gaf okkur afslátt“ Þórdís Björk Þorfinnsdóttir söng-og leikkona segist ekki alveg hafa hugsað málin til enda þegar hún bókaði ferð fyrir alla fjölskylduna sína til Ítalíu. Yngsta dóttir hennar og Júlí Heiðars Halldórssonar er einungis fjögurra vikna gömul og það reyndist þrautin þyngri að taka passamynd af þeirri litlu. 19.6.2024 10:51
Scooter til landsins með risatónleika í Laugardalshöll Þýska teknósveitin Scooter er á leið til landsins og mun koma fram á tónleikum í Laugardalshöll föstudagskvöldið 18. október næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skipuleggjendum tónleikanna í Nordic Live Events. 18.6.2024 16:17
Dæmi um að ökumenn slökkvi á skynjara sem bjargaði lífi hans Mótorhjólamaður segir að dæmi séu um að eigendur Tesla bíla slökkvi á skynjara í bílnum sem bjargaði lífi hans á dögunum. Litlu mátti muna að hann hafi fengið Teslu á sig á miklum hraða á gatnamótum Klettagarða og Sæbrautar og segir hann alveg ljóst að það hefði verið hans síðasta. Ekki er um að ræða fyrsta skiptið sem búnaðurinn kemst í fréttir hér á landi. 18.6.2024 14:22
Eldgosið stöðugt og gosmengun til norðurs Eldgosið á Reykjanesi er stöðugt og áfram gýs úr einum gýg. Hraun flæðir mestmegnis til norðurs meðfram Sýlingarfelli. Landris heldur áfram í Svartsengi á svipuðum hraða, sem er þó minni en áður en eldgosið hófst. Gasmengun fer til norðvesturs og síðar norðurs í dag og mun mælast á norðanverðu Reykjanesi. Færist í átt til höfuðborgarsvæðisins á morgun. 18.6.2024 14:10
Aukin bjartsýni vegna hitaveituholunnar á Ísafirði Aukinnar bjartsýni gætir hjá forsvarsmönnum Orkubús Vestfjarða varðandi nýtingu jarðhita til upphitunar húsa á Ísafirði. Jarðhitaleit í Tungudal miðar ágætlega og hefur borholan nú verið dýpkuð niður á 762 metra dýpi. 18.6.2024 13:57
Þorgrímur Þráins selur slotið Þorgrímur Þráinsson rithöfundur hefur sett íbúð sína í einbýlishúsi í Tungugötu við Sogaveg í Reykjavík á sölu. Húsinu fylgir meðal annars vinnustofa en eigninni er lýst sem rómantískri í auglýsingu á fasteignavef Vísis. 18.6.2024 10:39
Krakkatían: Níu líf, karfan og víkingar Hversu vel fylgdist þú með fréttum í vikunni sem líður? Spreyttu þig á Krakkatíunni! 16.6.2024 07:01
Bubbi hrærður: Trúir því að Níu líf muni á endanum vakna að nýju Bubbi Morthens tónlistarmaður segist ætla að taka á því í ræktinni í dag áður en hann skellir sér upp í Borgarleikhús í kvöld til að vera viðstaddur 250. og síðustu sýninguna af söngleiknum Níu líf um ævi hans og störf. Hann segist án orða, eftir sitji yndislegar minningar og segist Bubbi trúa því að sýningin verði endurvakin. 15.6.2024 07:01
Fréttatía vikunnar: Skúlptúrar, ráðherrarifrildi og EM Hversu vel fylgdist þú með fréttum í vikunni sem líður? Spreyttu þig á Fréttatíunni til þess að komast að því. Sem fyrr er aðeins montréttur að launum fyrir góða frammistöðu. 15.6.2024 07:01
Fékk skyndihugmynd og er nú í blómahafi heima fyrir Vöruhönnuðurinn Svana Lovísa Kristjánsdóttir vinnur ýmis verkefni bæði sem hönnuður og fjölmiðlakona. Nú er hún að slá í gegn með blómaskreytingum sem eru engu líkar. Svana ásamt manni sínum Andrési Andréssyni hefur verið að hanna og smíða ýmsar ódýrar og flottar lausnir á heimilinu sem gaman er að sjá. 14.6.2024 15:00