Umsjónarmaður

Oddur Ævar Gunnarsson

Oddur Ævar er umsjónarmaður Lífsins á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Telur ljóst að vaxtalækkunarferlið sé hafið

Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins segir ákvörðun Seðlabanka um lækkun vaxta um 25 punkta vera fagnaðarefni. Hann segir þó að hann hefði viljað sjá lækkun upp á 50 punkta en segir ljóst að vaxtalækkunarferlið sé hafið.

Haldið í hefðina í Hafnar­firði eftir ó­happ Ólafs

Rafmagnskassar í Hafnarfjarðarhöfn hafa um árabil verið málaðir gulir. Það er hefð sem tíðkast hvergi annars staðar í höfnum landsins. Ástæðuna má rekja til óhapps sem varð þegar tölvunarfræðingurinn og samfélagsmiðlastjarnan Ólafur Waage var þar við málningarvinnu fyrir þó nokkrum árum síðan.

Þraukuðu saman í tvo mánuði

Love Island sigurvegararnir Mimii Ngulube og Josh Oyinsan eru hætt saman tveimur mánuðum eftir að hafa farið alla leið í elleftu seríu af bresku raunveruleikaþáttunum vinsælu sem teknir eru upp á Mallorca í Miðjarðarhafi. 

Nýr erfingi á leiðinni í Bret­landi

Beatrice prinsessa af Bretlandi á von á sínu öðru barni með eiginmanninum Eduardo Mapelli Mozzi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bresku konungsfjölskyldunni, að því er fram kemur í breskum miðlum.

Já­kvæðni í al­gleymingi á Bylgjunni þessa vikuna

Jákvæðni verður í algleymingi á útvarpsstöðinni Bylgjunni í þessari viku þar sem nú fer fram sérstök jákvæðnivika. Spiluð verður jákvæðari tónlist og mun dagskrárgerðarfólk leggja sig fram um að segja frá jákvæðum fréttum og viðburðum og koma með góð ráð til þess að létta lundina.

Fóru líka upp á eigin­konuna fyrir besta út­sýni landsins

Garpur og félagar fóru í þetta skiptið upp á báða toppa Tindfjalla í Okkar eigið Ísland, toppa sem kenndir eru við hjónin Ýmu og Ými. Í þættinum má sjá stórbrotið útsýni sem Garpur segir besta útsýni sem hann hefur fengið á Íslandi.

Ekki lengur undir sér­stöku eftir­liti

Tónlistarmaðurinn Sean Combs, betur þekktur sem P Diddy, er ekki lengur undir sérstöku eftirliti, svokallaðri sjálfsvígsvakt. Þetta segir lögmaður tónlistarmannsins sem nú er í haldi lögreglu vestanhafs vegna meintrar skipulagðrar glæpastarfsemar, mansals, mútuþægni og kynferðisbrota.

Úti­lokar ekki að bjóða sig aftur fram

Sigríður Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra segist hafa þykkan skráp og að hún hafi aldrei tekið gagnrýni persónulega þegar hún var í stjórnmálum. Sigríður, sem er gestur í podcasti Sölva Tryggvasonar, segir að það sem gerðist í Covid-faraldrinum megi ekki endurtaka sig, hún segist sjálf hafa verið með „underground“ ræktaraðstöðu á þeim tíma og óttast lögreglu. Þá útilokar hún ekki að bjóða sig aftur fram til þings.

Inga Lind gengin út

Inga Lind Karlsdóttir eigandi Skot Productions er gengin út. Sá heppni heitir Sigurður Viðarsson og er viðskiptamaður.

Lítil tengsl við okkar innri kynveru koma niður á kyn­lífinu

Íris Stefanía Skúladóttir listakona segir allt of marga ekki vera í tengslum við sína innri kynveru hér á landi. Hún segir það mikinn misskilning að það að vera kynferðislegur sé það sama og að hafa náð góðum tengslum við kynveruna.

Sjá meira