Umsjónarmaður

Oddur Ævar Gunnarsson

Oddur Ævar er umsjónarmaður Lífsins á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

„Eini glæpur okkar var sá að verða ást­fangin“

Stefán Einar Stefánsson fjölmiðlamaður segist muna vel eftir því þegar hann kynntist eiginkonu sinni Söru Lind Guðbergsdóttur þegar þau störfuðu bæði hjá VR. Hann segist enn þann dag í dag þurfa að svara ósannindum um það hvernig honum hafi dottið í hug að ráða eiginkonu sína í vinnu.

Skiltið skuli fjar­lægt

Umdeilt auglýsingaskilti á útvegg bílskúrs á Digranesvegi í Kópavogi skal fjarlægt. Ákvörðun byggingarfulltrúa Kópavogsbæjar um það stendur óhögguð, að því er fram kemur í úrskurði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Nefndin hafnaði kröfu eigenda að Digranesvegi 81 um að fella ákvörðunina úr gildi.

Starfs­fólk farið að þjást af „laxaastma“

Dæmi eru um að alvarlegir öndunarfærasjúkdómar hafi gert vart við sig hjá starfsfólki sem vinnur við slátrun og pökkun á eldislaxi í Noregi. Fyrirbrigðið hefur hlotið viðurnefnið „laxaastmi“ og hlýst af því þegar andað er að sér vatnsúða sem inniheldur örsmáar agnir af laxaholdi, bakteríum og aðra vessa úr laxinum. Framkvæmdastjóri eldisins segir astma tengdan vinnu þekkt vandamál í fleiri geirum.

Blikkaði í rafmagnslausum Vaðlaheiðargöngum

Áhrif rafmagnsleysisins á helmingi landsins í dag gætti eðli málsins samkvæmt víða. Meðal annars í Vaðlaheiðargöngum þar sem ljós blikkuðu svo eftir var tekið. Rafmagn komst aftur á um tvöleytið í dag en RARIK hvetur þau sem orðið hafa fyrir tjóni eða enn eru í vandræðum til þess að hafa samband. 

Barna­barn Kurt Cobain og Tony Hawk í heiminn

Francis Bean Cobain dóttir tónlistarmannsins Kurt Cobain og Riley Hawk sonur hjólabrettagoðsagnarinnar Tony Hawk hafa eignast sitt fyrsta barn saman. Um er að ræða strák sem kom í heiminn 17. september.

Ráð­lagt að slökkva á raf­magns­tækjum

Íbúum þar sem nú er rafmagnslaust er ráðlagt að slökkva á þeim rafmagnstækjum sem ekki slökkva á sér sjálf og valdið geta tjóni þegar rafmagn kemur á að nýju. Þetta kemur fram í tilkynningu frá RARIK en þar kemur einnig fram að heimilistæki hafi sumstaðar eyðilagst við höggið.

Sló út við reglu­bundið við­hald

Útsláttur á rafmagni á framleiðslusvæðinu varð við reglubundið viðhald hjá Norðuráli á Grundartanga sem varð til þess að rafmagnstruflanir urðu á hálfu landinu. Ekki er lengur rafmagnslaust í verksmiðjunni.

Sig­mundur birtist fyrir­vara­laust

Nokkrir þingmenn Norðausturkjördæmis hafa staðið fyrir þverpólitískum gauragangi og gríni í ferð sinni um landshlutann í kjördæmaviku í myndböndum sem vakið hafa athygli á samfélagsmiðlum. Myndböndin birtast á reikningi Loga Einarssonar þingmanns Samfylkingarinnar þó Njáll Trausti Friðbertsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins taki þau upp.

Kári og Sveinn til liðs við Arnar Þór

Fyrrverandi varaborgarfulltrúi Miðflokksins og organisti eru stofnendur Lýðræðisflokksins ásamt Arnari Þór Jónssyni fyrrverandi varaþingmanni, dómara og forsetaframbjóðenda. Þeir segja flokkinn nauðsynlegt andsvar við doða sem þeir segja hafa lagst yfir íslensk stjórnmál.

Culiacan lokað á Suður­lands­braut

Veitingastaðnum Culiacan hefur verið lokað þar sem hann var til húsa um árabil á Suðurlandsbraut í Reykjavík. Í gluggum kemur nú fram að húsnæðið sé laust til leigu fyrir annan rekstraraðila.

Sjá meira