Vill að Menendez bræðrum verði veitt frelsi Athafnakonan Kim Kardashian vill að Menendez bræðrunum sem myrtu foreldra sína árið 1989 verði veitt frelsi. Hún segir þá vera breytta menn í dag. Nýjar vísbendingar í máli þeirra gæti orðið til þess að mál þeirra verði tekið upp að nýju. 4.10.2024 14:31
Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Í þættinum í dag ætla ég að fara með ykkur í gegnum skyggingar. Skyggingar vefjast oft fyrir mörgum og við erum oft pínu hrædd við þær,“ segir förðunarfræðingurinn og hársnyrtinn Rakel María í nýjasta þætti Fagurfræða. Þar fer Rakel yfir það hvernig best er að skyggja andlitið svo andlitsdrættir njóti sín sem best. 4.10.2024 14:01
Space Odyssey opnar á nýjum stað Tilraunarýmið og plötubúðin Space Odyssey opnar aftur á laugardag að Bergstaðastræti 4 en hún var áður til húsa á Skólavörðustíg. Blásið verður til tónleika þegar staðurinn opnar klukkan 14 á laugardag. 4.10.2024 11:24
„Laxaastmi“ tekinn alvarlega fyrir vestan Framkvæmdastjóri laxavinnslu hjá Arctic Fish í Bolungarvík segir öndunarfærasjúkdóma líkt og „laxaastma“ vera raunverulegt vandamál í sjávarútvegi sem forsvarsmenn fyrirtækisins taki alvarlega. Hann segir að í sláturhúsi fyrirtækisins sé heilsa og vellíðan starfsmanna í fyrirrúmi. 4.10.2024 10:31
Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Efnilegustu leikarar Íslands boða nauðbeygðir til messu í Bæjarbíói á sunnudag þegar leikverkið Nauðbeygð Messa verður frumsýnt. Höfundur leikritsins var í miðjum prófalestri þegar hugmyndin að verkinu kviknaði en hann segir um alvöru upplifun að ræða fyrir gesti. 4.10.2024 10:02
Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Hljómsveitin Dr. Gunni hefur sent frá sér sína þriðju plötu, plötuna Er ekki bara búið að vera gaman? Að sögn doktorsins sjálfs er um að ræða miðaldrakarlarokk fyrir lengra komna en hann segir sveitina staðráðna í að leggja land undir fót, helst í Grænlandi eða Færeyjum. 3.10.2024 15:01
Elt á röndum með drónum Bandaríska söngkonan Lana Del Rey er orðin langþreytt á því að hún og nýbakaður eiginmaður hennar krókódílamaðurinn Jeremy Dufrene eru elt á röndum með drónum. Söngkonan segir að nágrannapar séu sökudólgar í málinu, nágrannapar sem starfi sem papparassar. 3.10.2024 14:34
Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Húsfyllir var í Háskólabíó þegar Bong Joon-Ho hlaut verðlaun fyrir framúrskarandi listfengi á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF. Uppselt var á athöfnina, sem fór fram eftir sýningu á skrímslamyndinni The Host, eða Hýsillinn, en þá ræddi dagskrárstjóri RIFF, Frédéric Boyer, við kóreska leikstjórann í gegnum fjarfundarbúnað. Þar nefndi Bong meðal annars vináttu sína við íslenska leikstjórann Dag Kára. 3.10.2024 12:31
Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Skipuleggjendur tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves sem fram fer dagana 7. til 9. nóvember næstkomandi hafa flett hulunni af því á hvaða dögum böndin munu spila á hátíðinni. Þá hafa tólf listamenn til viðbótar verið tilkynntir. 3.10.2024 11:24
Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Kvikmyndin Rust með Alec Baldwin í aðalhlutverki verður brátt frumsýnd á kvikmyndahátíð í Póllandi. Myndin er þegar þekkt um allan heim þar sem kvikmyndatökustjóri myndarinnar Halyna Hutchins lést á setti árið 2021 þegar skot hljóp úr byssu leikarans. 3.10.2024 10:22