Fréttamaður

Margrét Helga Erlingsdóttir

Margrét Helga er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara ó­vissu

Borgarstjóra verður falið að finna einkaflugi og þyrluflugi annan stað en á Reykjavíkurflugvelli. Oddviti Viðreisnar segir fæsta gera sér grein fyrir þeirri aukningu sem hafi orðið á einkaflugi en forseta Flugmálafélagsins finnst framganga borgarinnar alger vonbrigði.

Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frum­flutt

Þakið ætlaði að rifna af Fossvogsskóla í dag þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt. Þriðju og fjórðu bekkingar dönsuðu og sungu hástöfum með laginu og ekki ólíklegt að krakkarnir hafi fengið hlaupasting, sem er einmitt nafnið á laginu.

Svæðis­stjóri Vega­gerðarinnar sleginn vegna bana­slyssins

Svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Suðursvæði kveðst sleginn vegna banaslyss sem varð á mánudaginn þegar grjót hrundi niður Steinafjall og á bifreið. Honum finnst fullmikið að segja að Vegagerðin hafi fengið ítrekaðar ábendingar um hættuna þótt hún hafi verið meðvituð um vandann en strax verði ráðist í að skoða hvort ekki sé hægt að ráðast í framkvæmdir við vegarkaflann.

„Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykja­vík?“

Kona sem býr steinsnar frá vettvangi banaslyss sem varð á Suðurlandi í gær segir að það hafi verið viðbúið að eitthvað hræðilegt myndi gerast á svæðinu í ljósi þess hve algengt er að það hrynji úr skriðum Steinafjalls. Hún bindur vonir við að Vegagerðin taki við sér áður en næsta stórslys verður.

„Reiðar­slag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“

Formaður Samtaka smærri útgerða segir fyrirhugaða hækkun á veiðigjaldi reiðarslag fyrir landsbyggðina. Fram undan séu kjarasamningsviðræður við sjómenn á smábátum en hækkunin muni hafa það með í för með sér að ekkert verði til skiptanna. Atvinnuvegaráðherra segir orðræðu um uppsagnir fráleitar.

Vildi birta upp­tökur af of­beldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“

Kona sem varð fyrir grófu ofbeldi í nánu sambandi er sár og reið út í dómskerfið þar sem gerandi hennar gengur laus vegna skilorðsbundins dóms. Í fréttinni munum við birta myndefni úr öryggismyndavél sem fangaði ofbeldið og vörum um leið við því. Konan vill stíga fram og sýna umheiminum hvernig heimilisofbeldi getur litið út, það sé lífshættulegt.

„Aflögunin er núna komin yfir öll fyrri mörk“

Almannavarnir þurfa að vera undir það búnar að gosvirkni færist á milli eldstöðvakerfa á Reykjanesi. Þetta segir Benedikt Gunnar Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands. Hann telur líklegt að séum við í stödd í miðjum lokakaflanum í yfirstandandi eldgosahrinu við Svartsengi.

Ætlar að gefa kerfinu verk­færi til að taka á eltihrellum

Dómsmálaráðherra hefur skipað starfshóp sem falið verður að yfirfara lög um nálgunarbann og nýtingu ökklabands til að auka öryggi brotaþola. Hún segir umsáturseinelti mun útbreiddara vandamál en fólk almennt geri sér grein fyrir og hún vill gefa kerfinu tæki og tól til að taka fast á þeim. Á síðasta ári voru 79 beiðnir um nálgunarbann lagðar fram.

Ger­endur nýti „allar mögu­legar leiðir“

Rúmlega hundrað leituðu sér aðstoðar hjá Bjarkarhlíð á síðasta ári vegna umsáturseineltis og 159 vegna stafræns ofbeldis. Jenný Kristín Valberg, teymisstýra hjá Bjarkarhlíð, segir að með aukinni tæknivæðingu hafi fleiri möguleikar opnast til að meiða. Þetta sé veruleiki sem systursamtök úti í heimi segja að sé að stigmagnast.

Sjá meira