Fréttamaður

Margrét Helga Erlingsdóttir

Margrét Helga er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

„Ör­stutt þung­lyndi yfir niður­stöðunum“

Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu - félags fanga, segist í sínu lífi hafa þurft að þola verri og harkalegri skelli en að ná ekki settu markmiði í forvali Samfylkingarinnar sem lauk í gær. Hann sóttist eftir þriðja sæti á lista flokksins en endaði í því sjöunda með 1700 atkvæði.

„Fyrst og fremst er verið að hafna odd­vitanum“

Stjórnmálafræðiprófessor segir Samfylkinguna hafa hafnað sitjandi oddvita og borgarstjóra í prófkjörinu í gær. Niðurstaðan sýni að ákall flokksmanna hafi verið um umskipti. Litlu munaði að ekki aðeins einum nýliða tækist að skáka sitjandi borgarstjóra heldur tveimur.

Valið á milli gömlu og nýju Sam­fylkingarinnar

„Þetta er mjög spennandi barátta og óvanaleg um margt. Hér er kominn áskorandi utan frá,“ segir Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðiprófessor við Bifröst, um oddvitaslag Heiðu Bjargar Hilmisdóttur sitjandi borgarstjóra og Péturs Marteinssonar.

Vand­ræða­gangur með skila­boð á versta tíma fyrir Heiðu

Guðmundur Heiðar Helgason, almannatengill hjá vörumerkjastofunni Tvist, segir að frambjóðendur í kosningabaráttu þurfi að hugsa um einkaskilaboð til kjósenda sem opinber skilaboð nú á stafrænum tímum. Hann segir vandræðagang með skilaboð borgarstjóra um að mótframbjóðandinn sé „frægur karl með enga reynslu“ koma upp á versta tíma.

„Þarna var á­kveðið að verja ekki börnin“

Það er mat talskonu Stígamóta að dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur hafi með dómi sínum ákveðið að leggja hagsmuni barnanna til hliðar þegar hann ákvað að skilorðsbinda fimm ára fangelsisdóm sem kveðinn var upp yfir manni á fertugsaldri vegna alvarlegra og ítrekaðra ofbeldisbrota hans gegn sambýliskonu.

Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga

Eitt af síðustu verkum Ingu Sæland í ráðuneyti húsnæðismála var að skrifa undir breytingu á byggingarreglugerð og bæta við kröfum um ljósvist. Ljósvistarhönnuður sem barist hefur fyrir þessu í mörg ár segir að bjartari tímar séu fram undan.

„Ein­hver verður að gera eitt­hvað til að stoppa manninn af“

Hernaðaraðgerð Bandaríkjanna í Venesúela og ummæli Bandaríkjaforseta um Grænland ýfðu upp gömul sár og vöktu reiði hjá Grænlendingum. Þetta segir íbúi í Nuuk sem hvetur Íslendinga til að „ybba gogg“ fyrir hönd Grænlendinga, eins og hún kemst að orði. Bandaríkin séu að hlusta.

Sjá meira