Sneri aftur á vettvang banatilræðisins Donald Trump sneri aftur til Butler í Pennsýlvaníu þar sem honum var veitt banatilræði í sumar. Auðjöfurinn Elon Musk steig á svið með svarta MAGA-derhúfu á höfðinu. 6.10.2024 00:16
Sigmundur og hvolpurinn gleðjast yfir fylgi Miðflokksins „Ég skal viðurkenna að eftir allt sem á undan er gengið var á vissan hátt ánægjulegt að sjá könnun þar sem Miðflokkurinn mældist með meira fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn til samans og nánast jafnmikið og stjórnarflokkarnir allir samanlagt.“ 5.10.2024 23:08
Vilhjálmur Hjálmarsson kjörinn varaformaður ÖBÍ Vilhjálmur Hjálmarsson, formaður ADHD-samtakanna, var kjörinn varaformaður Öryrkjabandalags Íslands á aðalfundi samtakanna í Reykjavík í dag. 5.10.2024 22:21
„Ef hann hefði verið einn þá hefði þetta getað farið miklu verr“ Tveggja ára drengur datt ofan í vatnsbrunn í Garðabænum þegar hann gekk yfir brunnlok sem var ekki almennilega fest. Til allrar lukku var drengurinn ekki einn þegar hann datt og slapp sömuleiðis óskaddaður. 5.10.2024 21:55
Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Super Happy Forever eftir japanska leikstjórann Kohei Igarashi hlaut Gullna lundann, aðalverðlaun RIFF, við hátíðlega athöfn í dag. 5.10.2024 20:02
„Þegar hægrið fær að ráða ferðinni óheft og án alls taumhalds fer illa“ Svandís Svavarsdóttir, nýkjörinn formaður Vinstri grænna, sagði flokkinn aldrei hafa verið jafnmikilvægan. Ef hægrið fengi að ráða ferðinni færi illa fyrir kerfum þjóðarinnar. VG muni aldrei samþykkja grimman niðurskurð auðvaldsins á samneyslunni og muni berjast gegn einkavæðingu heilbrigðiskerfisins. 5.10.2024 19:28
Mótmælendur hindruðu för lögreglubíls í forgangsakstri Fólk í mótmælagöngu gekk í veg fyrir lögreglubíl sem var í forgangsakstri á leið á vettvang harðs áreksturs í Hlíðunum. Fólkið gerði í því að stöðva för lögreglu að sögn varðstjóra. 5.10.2024 17:56
„Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Geoffrey Þ. Huntingdon-Williams og Dýrfinna Benita Basalan standa fyrir sýningunni „Afbygging/Deconstruction“ sem opnar í dag í Gallery Port. Þau eru bæði þekktari fyrir umsvif sín í íslensku tónlistarlífi en leiða hér saman hesta sína í blýantsteiknaðri afbyggingu á borgarlandslaginu. 5.10.2024 11:03
Kertavaka til minningar um konur sem hafa dáið vegna kynbundins ofbeldis Félagasamtökin Öfgar og Hagsmunasamtök brotaþola boða til kertavöku 9. október næstkomandi til minningar um konur sem hafa látið lífið vegna afleiðinga kynbundins ofbeldis. 4.10.2024 23:47
Munu hlýða kröfu landsfundar verði tillaga um stjórnarslit samþykkt Varaformannsefnin tvö í Vinstri grænum eru sammála um að verði tillaga um stjórnarslit samþykkt á landsfundi flokksins geti nýkjörin forysta ekki annað en slitið stjórnarsamstarfinu. 4.10.2024 23:13