Fréttamaður

Magnús Jochum Pálsson

Magnús er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Hopp komið í Mosó

Rafskútuleigan Hopp og Mosfellsbær undirrituðu í gær samkomulag um að Hopp hefji leigu á skútum í bænum. Þar með geta Mosfellingar loksins nýtt sér þjónustu leigunnar.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum rýnum við í greinargerð fyrrverandi setts ríkisendurskoðanda um sölu Lindarhvols á eignum sem ríkið leysti til sín frá bönkunum eftir efnahagshrunið. Miklar deilur hafa staðið um hvort birta ætti greinargerðina en í dag ákvað þingflokksformaður Pírata að rjúfa þögnina og birta hana.

„Ég finn fyrir miklum kvíða“

Íbúi Grindavíkur finnur fyrir miklum kvíða og óöryggi vegna skjálftanna á Reykjanesskaga. Hún segist eiga erfitt með svefn vegna skjálftanna og þeir hafi valdið skemmdum á húsi hennar. Hún vonar að það fari að gjósa svo lengi sem skjálftarnir hætti.

„Við erum komin inn á eld­gosa­tíma­bil“

Eldfjallafræðingur segir eldgosatímabil hafið og að tíð eldgos verði næstu 300 til 400 árin. Allt bendi til þess að eldgos sé á leiðinni sem verði sambærilegt eldgosinu við Fagradalsfjall að stærð. Hann útilokar þó ekki að hraun renni yfir Reykjanesbraut.

„Það var ekki leið­toga­fundur í Nettó“

Maður sem vakti athygli á vopnuðum lögreglumanni í Nettó segir að ekki megi normalísera vopnaburð lögreglunnar. Lögregluþjónninn reyndist vera sérsveitarmaður en samkvæmt verklagi eru þeir alltaf vopnaðir á vakt, þó þeir séu bara að kaup sér skyr.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum verðum við í beinni útsendingu frá Reykjanesi með nýjustu tíðindi af jarðhræringunum þar. Þótt flestir íbúar Grindavíkur séu orðnir vanir jarðskjálftum og eldgosum leggjast skjálftarnir misjafnlega í fólk. Við heyrum í konu sem er búin að fá alveg nóg.

Vaktin: Beðið eftir eldgosi

Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Almannavarna, segir menn nú frekar gera ráð fyrir að gos hefjist en ekki. Fundað var um stöðuna í morgun og óvissustigi hefur verið lýst yfir.

Sjá meira