Fréttamaður

Magnús Jochum Pálsson

Magnús er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Þula, Yrja og Þengill bíði eftir að þeim sé hleypt út

Fulltrúar dýraverndunarsamtaka biðu í allan dag við lokunarpóstinn á Suðurstrandarvegi eftir leyfi til að fara inn í Grindavík en fengu það ekki. Dýrfinna og Kattholt hafa kortlagt staðsetningu dýra í bænum, safnað búnaði og fengið lykla að húsum eigenda til að bjarga dýrunum.

Björguðu 66 dýrum úr Grinda­vík

Sigrún Eggertsdóttir var meðal þeirra Grindvíkinga sem fengu að fara að sækja dýr sín í dag. Þökk sé tveimur Keflvíkingum sem buðu fram hjálp sína og hestakerrur gátu þau bjargað 66 dýrum úr Grindavík áður en ástandið versnaði.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Nokkrir Grindvíkingar fengu svigrúm í dag til þess að bjarga nauðsynjum og dýrum. Dregið hefur úr skjálftavirkni nú síðdegis en fylgst er náið með stöðunni í samhæfingarmiðstöð almannavarna. Við verðum í beinni þaðan með Víði Reynissyni í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Vaktin: Meta á­hættuna á verðmætabjörgun í Grinda­vík

Sérfræðingar hjá almannavörnum, aðgerðastjórnum og Veðurstofunni hittust á fundi um stöðuna í Grindavík í morgun. Þeir telja tímabundið svigrúm fyrir aðgerðir almannavarna til að sækja nauðsynjar. Lögreglan á Suðurnesjum hefur veitt íbúum í einu hverfi heimild til þess.

Um 250 gælu­dýr enn í Grinda­vík

Dýraverndarsamtökin Dýrfinna hafa safnað lista með tæplega 250 dýrum sem eru enn í Grindavík. Sjálfboðaliði segir samtökin tilbúin að fara inn í bæinn til að bjarga dýrum um leið og aðstæður leyfa. Samtökin geri sér grein fyrir því að ekki muni öll dýrin koma heil út úr ástandinu.

Saknar 67 gælu­dýra sinna sem urðu eftir í Grinda­vík

Hafliði Hjaltalín yfirgaf Grindavík áður en bærinn var rýmdur í gær. Hann ætlaði að snúa aftur í dag en nú er það ekki lengur hægt. Eftir eru 40 dúfur, tíu páfagaukar, fjórtán hænur og þrír kalkúnar. Miðað við nýjustu fréttir er óljóst hvað verður um dýrin.

Eld­gos geti brotist út á næstu klukku­tímum

Sviðsstjóri almannavarna segir að staðan í Grindavík sé alvarlegri en hún var fyrr í dag. Ljóst sé að það verði eldgos og að það gæti gerst hvenær sem er á næstu klukkustundum. Þá muni eldgosið ekki gera vart við sig áður en það brýst út.

Kvika á 800 metra dýpi og auknar líkur á eld­gosi

Veðurstofan greinir frá því að samkvæmt nýjustu gögnum hafa líkur á eldgosi aukist frá því í morgun og gæti það hafist hvenær sem er á næstu dögum. Þá liggur kvika á 800 metra dýpi þar sem hún er grynnst. Einnig eru auknar líkur á eldgosi á hafsbotni og því þurfi að búa sig undir möguleika á sprengigosi.

Sjá meira