Fréttamaður

Magnús Jochum Pálsson

Magnús Jochum er umsjónarmaður Lífsins á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Leikkonan Denise Dowse látin

Bandaríska leikkonan Denise Dowse er látin 64 ára að aldri eftir baráttu við heilahimnubólgu. Dowse á að baki meira en þrjátíu ára leikferil í bandarísku sjónvarpi og kvikmyndum en hún er þekktust fyrir leik sinn í Beverly Hills, 90210 og The Guardian.

Að minnsta kosti 41 látinn eftir kirkjubruna í Kairó

Að minnsta kosti 41 er látinn eftir að eldur kviknaði í Abu Sefein kirkju í Giza á stórhöfuðborgarsvæði Kairó í Egyptalandi í morgun. Meðal hinna látnu eru tíu börn og þar að auki eru sextán slasaðir eftir brunann.

„Við áttum að finna hann þarna“

Regnbogafáni sem var á húni fyrir utan Hjallakirkju í Kópavogi var rifinn niður um helgina. Sunna Dóra Möller, sóknarprestur í Hjallakirkju, telur þetta hafa verið gert af ásetningi til að senda skilaboð og hefur tilkynnt málið til lögreglu.

„Hústökuleikskóli“ í Ráðhúsinu

Móðir sautján mánaða gamals barns sem ekki fær leikskólapláss í borginni ætlar að setja upp hústökuleikskóla í Ráðhúsi Reykjavíkur í næstu viku. Hún segir algjört neyðarástand ríkja meðal foreldra barna á leikskólaaldri. Svör borgarinnar til foreldra séu kæruleysisleg.

Skyndilegur dauði mörg þúsund fiska vekur furðu

Skyndilegur dauði mörg þúsund fiska í Oder-á í Póllandi hefur vakið mikla furðu. Vísindamenn hafa útilokað kvikasilfurseitrun sem mögulega skýringu en segja að selta í ánni hafi mælst óvenjuhá. Forsætisráðherra Póllands telur mikið magn efnaúrgangs valda fiskadauðunum.

Sjá meira