Fréttamaður

Magnús Jochum Pálsson

Magnús Jochum er umsjónarmaður Lífsins á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

„Konungnum hefur verið steypt af stóli“

Stormy Daniels, fyrrverandi klámstjarna, hefur tjáð sig opinberlega í fyrsta skiptið frá því að Donald Trump var ákærður á miðvikudag. Hún segist tilbúin til að bera vitni gegn Trump ef hún er kölluð til vitnis.

Kennedy vill verða forseti

Robert F. Kennedy yngri, lögfræðingur og yfirlýstur andstæðingur bólusetninga, hefur lýst því yfir að hann ætli að gefa kost á sér í forvali Demókrataflokksins fyrir bandarísku forsetakosningarnar 2024.

Stal breiðnef og hélt honum föngnum um borð í lest

Ástralskur maður sem stal villtum breiðnef og fór með hann um borð í lest hefur verið ákærður fyrir athæfið. Maðurinn gæti átt yfir höfði sér allt að fjörutíu milljón króna sekt fyrir athæfið.

Kaldasti mars­mánuður í rúm 40 ár

Síðastliðinn marsmánuður var sá kaldasti í rúm fjörutíu ár, eða síðan 1979 og einkenndist hann af stöðugum norðaustlægum áttum. Nýafstaðinn vetur var jafnframt sá kaldasti síðan veturinn 1994 til 1995. Veðurfræðingur segir veturinn hafa verið óvenjulegan fyrir þær sakir hvað hann var kaflaskiptur og hvað hann einkenndist af löngum kuldaköflum.

Heims­fræg górilla geispaði ó­vænt golunni

Górillan Bokito sem varð heimsfræg árið 2007 þegar hún flúði úr dýragarði í Rotterdam og réðist á þrjár manneskjur, þar á meðal sinn helsta aðdáenda, er nú látin eftir snörp veikindi. 

Sanna Marin hefur beðist lausnar frá embætti

Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands og formaður Jafnaðarmannaflokksins, fór á fund Sauli Niinistö Finnlandsforseta í morgun og baðst lausnar frá embætti. Ákvörðun hennar kemur í kjölfar nýafstaðinna þingkosninga þar sem ríkisstjórn hennar missti meirihluta.

Hannaði silfur­men með safírum og demöntum fyrir Katy Perry

Guðbjörg Kristín Ingvarsdóttir, skartgripahönnuður og eigandi Aurum, hannaði stórt silfurhálsmen með safírum og demöntum fyrir Katy Perry sem tónlistarkonan bar á sérstakri skírnarathöfn skemmtiferðaskipsins Norwegian Prima við Skarfabakka í gær. 

Sjá meira