Fréttamaður

Magnús Jochum Pálsson

Magnús Jochum er umsjónarmaður Lífsins á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Sjöunda barn DeNiro komið í heiminn

Leikarinn Robert DeNiro greindi frá því í viðtali í gær að hann væri nýbúinn að eignast sitt sjöunda barn. Sjálfur verður DeNiro áttræður í ágúst en það er ekki enn vitað hvað barnið heitir né hver móðir þess er.

Ákærður fyrir nauðgun á skemmtistað

Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann fyrir nauðgun á salerni ónefnds skemmtistaðar í Reykjavík í lok mars á síðasta ári. Maðurinn er sagður hafa stungið getnaðarlim sínum í munn konu sem gat ekki spornað við verknaðinum vegna ölvunar.

Fyrst ríkið passi ekki upp á eftirlit verði notendur að geta gert það sjálfir

Fyrirtækið Varlega selur vímuefnapróf sem gerir notendum kleift að athuga hvort vímuefni eru hrein eða menguð með öðrum efnum. Annar stofnanda segir að fyrst löggjafinn passi ekki upp á gæðaeftirlit verði notendur að geta gert það sjálfir. Hann sér fram á að slík próf verði í framtíðinni staðalbúnaður í skaðaminnkandi úrræðum.

„Þetta er bara að fara að versna og þetta mun versna hratt“

Yfirstandandi ópíóðafaraldur mun versna hratt ef ekki er brugðist við honum, segir deildarstjóri málaflokks heimilislausra hjá Reykjavíkurborg. Hún segir núverandi refsistefnu auka á jaðarsetningu notenda, meðferðarmöguleikar séu fáir og einhæfir og að umbylta þurfi núverandi löggæslustefnu.

Eftir­för lög­reglu endaði á göngu­stíg á Völlunum

Lögreglan veitti ökumanni eftirför á Völlunum í Hafnarfirði um fimmleytið í dag. Að sögn sjónarvotta spændi ökumaður gegnum göngustíga og keyrði loks fram af bílaplani niður á göngustíg. Í kjölfarið flúðu ökumaður og farþegi á fæti áður en lögregluþjónar handsömuðu þá.

Bam Margera gaf sig fram

Jackass-stjarnan Bam Margera gaf sig fram við lögreglu í Pennsylvaníu í morgun eftir að hafa verið eftirlýstur í fjóra daga fyrir að kýla bróður sinn. Margera var látinn laus úr varðhaldi gegn 50 þúsund dala tryggingu en má ekki eiga í samskiptum við föður sinn og bróður eða koma nálægt heimili sínu

„Hér er um að ræða full­kominn for­sendu­brest“

Samband íslenskra sveitarfélaga telur að rammasamningur ríkis og sveitarfélaga um aukið framboð íbúða sé vanfjármagnaður í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Um sé að ræða „fullkominn forsendubrest“ og íbúðaþörf næstu ára verði ekki fullnægt.

Hugh Grant verður Úmpa-Lúmpa

Hugh Grant mun leika Úmpa-Lúmpa í myndinni Wonka sem kemur út í desember. Myndin segir frá ævintýrum sælgætisjöfursins Willy Wonka áður en hann opnaði sælgætisgerðina. Ungstirnið Timothee Chalamet fer með hlutverk Wonka í myndinni.

Rebekka Rún er tuttugu þúsundasti Akur­eyringurinn

Akureyringar eru orðnir tuttugu þúsund eftir að stúlka kom í heiminn síðastliðinn föstudag. Foreldranir fengu heimsókn frá bæjarstjóra Akureyrar, blóm og gjafir en segja „bestu verðlaunin“ vera stúlkuna sjálfa sem mun hljóta nafnið Rebekka Rún.

Sjá meira