Fréttamaður

Magnús Jochum Pálsson

Magnús Jochum er umsjónarmaður Lífsins á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Fyrsta lagið frá Sigur Rós í ár og daga

Sigur Rós sendir frá sér smáskífuna „Blóðberg“ í dag, fyrsta lagið frá hljómsveitinni í sjö ár. Lagið verður á væntanlegri plötu hljómsveitarinnar, Átta, sem kemur út 16. júní. Sama dag fer hljómsveitin á tónleikaferðalag um Evrópu og Norður Ameríku.

Ánægð að ná sátt og að lægstu laun hækki

Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segist ánægð með að hafa náð sátt við BSRB og að lægstu laun hækki. Sáttagreiðsla hafi reynst svarið við kröfum um afturvirkni og segir hún það hafa mikla þýðingu að geta hafið aftur venjubundin störf í sveitarfélögunum.

Þurrt og bjart í dag en stöku skúrir

Í dag segir Veðurstofan von á vestan- og suðvestanátt með stöku skúrum. Þá á að vera þurrt og bjart á Suður- og Suðausturlandi en rigning austanlands fram eftir degi. Hiti verði á bilinu sjö til fimmtán stig.

Búið að semja og öllum verk­föllum af­lýst

Ellefu aðildarfélög BSRB og Samband íslenskra sveitarfélaga undirrituðu nýjan kjarasamning á áttunda tímanum í morgun. Verkfallsaðgerðum 2500 félagsmanna aðildarfélaga BSRB í þrjátíu sveitarfélögum hefur verið aflýst.

Ofurpar í kortunum: Hadid og DiCaprio sjást enn og aftur saman

Leikarinn Leonardo DiCaprio og fyrirsætan Gigi Hadid borðuðu kvöldverð saman í Lundúnum á þriðjudag. Morguninn eftir sást til þeirra koma hvort í sínu lagi, með nokkurra mínútna millibili, á sama hótelið. Orðrómur um samband þeirra hefur fengið byr undir báða vængi.

Sjá meira