Sjö fluttir með þyrlu eftir rútuslys á Suðurlandi Rútuslys varð í Rangárvallasýslu rétt fyrir klukkan fimm í dag. Hópslysaáætlun var virkjuð í kjölfarið. Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út og fluttu sjö til Reykjavíkur. Allir farþegar rútunnar hafa verið fluttir af vettvangi. 25.5.2024 17:36
Jólasveinarnir langt á undan áætlun Frambjóðendur til embættis forseta Íslands eru jafn ólíkir og þeir eru margir, rétt eins og íslensku jólasveinarnir. En hvaða jólasveinn er þinn frambjóðandi? 7.5.2024 08:01
Múgur og margmenni fylgdust með ótrúlegu ostakúluáti Mörg hundruð manns fylgdust með hinum nafnlausa „Ostakúlumanni“ borða risakrukku af ostakúlum á Manhattan á laugardag. Maðurinn, sem var klæddur í appelsínugula lambhúshettu og skikkju, borðaði kíló af ostakúlum á hálftíma og gaf eiginhandaráritanir. 30.4.2024 23:59
„Hin raunverulegu stólaskipti fóru fram í dag“ Stólaskipti Bjarna Benediktssonar og Katrínar Jakobsdóttur fóru ekki fram fyrr en í dag, allavega „hin raunverulegu stólaskipti“ eins og Bjarni orðar það í skondinni Facebook-færslu. 30.4.2024 22:27
Óstundvísi Steina sögð kosta tugi milljóna dollara Hollywood-stjarnan Dwayne „The Rock“ Johnson hefur verið sakaður um „króníska óstundvísi“ við tökur á myndinni Red One. Vegna þessa hafi kostnaður myndarinnar aukist um tugi milljóna Bandaríkjadala. Johnson er einnig sagður pissa í vatnsflöskur frekar en að fara á klósettið á setti til að spara tíma. 30.4.2024 21:47
Fallið frá ráðningarferli og Hermann fylgir Sigurði Inga Fjármála- og efnahagsráðherra, innviðaráðherra og Hermann Sæmundsson, fráfarandi ráðuneytisstjóri innviðaráðuneytisins, hafa gert með sér samkomulag um flutning Hermanns í embætti ráðuneytisstjóra fjármála- og efnahagsráðuneytisins. 30.4.2024 19:33
Gamla stjarnan þótti ekki henta nútímakröfum Lögreglumerki sem umboðsmaður Alþingis óskaði skýringa á er ekki nýtt af nálinni heldur hefur það verið í notkun frá árinu 2018. Samskiptastjóri ríkislögreglustjóra segir gamla merkið hafa reynst illa til stafrænnar útgáfu og því hafi það verið uppfært. 30.4.2024 18:28
Ekkert eftirlit með veðmálasíðum, landris við Svartsengi og milljónasektir fyrir eldislax Lögregla hefur ekkert eftirlit með ólöglegum veðmálasíðum hér á landi þrátt fyrir að ríkislögreglustjóri meti sem svo að áhætta á peningaþvætti og skattsvikum í gegnum síðurnar sé mikil. Dæmi eru um að íslenskir áhrifavaldar þiggi greiðslur eða hlunnindi frá fyrirtækinu. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 30.4.2024 18:21
„Farið hefur fé betra“ Caitlyn Jenner, raunveruleikastjarna og fyrrverandi Ólympíufari, brást við fréttum af andláti OJ Simpson með harkalegri samfélagsmiðlafærslu sem hefur vakið misjöfn viðbrögð. 12.4.2024 00:02
Á kafi í fjárhættuspili í afmæli dóttur sinnar Myndband af brasilíska fótboltakappanum Neymar á kafi í netpóker í sex mánaða afmæli dóttur sinnar hefur breiðst út eins og eldur í sinu um netheima. 11.4.2024 22:57