Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veðurspár gera ráð fyrir að hlýr loftmassi berist yfir landið í byrjun næstu viku sem leiða muni til hitabylgju. Gangi spárnar eftir gæti hæsti hitinn sem mælist á landinu náð allt að 29 stigum. 11.7.2025 20:55
Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Karl Héðinn Kristjánsson, ritari framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins, hefur greint frá því að hann hafi átt í ástarsambandi við sextán ára stúlku í sumarbúðum Pírata árið 2017 þegar hann var sjálfur 22 ára. Málið varð til þess að hann sagði sig úr stjórn Ungra Pírata. 11.7.2025 20:17
Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Indverska tenniskonan Radhika Yadav var skotin til bana af föður sínum, Deepak Yadav, meðan hún eldaði morgunmat á heimili þeirra í þorpinu Wazirabad á Indlandi á fimmtudag. Radhika hlaut þrjú skotsár á baki og lést af sárum sínum áður en hún komst á spítala. 11.7.2025 19:17
Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Árekstur varð milli bíls og vespu á gatnamótum Dalshrauns og Hafnarfjarðarvegs um fimmleytið í dag. Tveir voru fluttir með sjúkrabíl á spítala en ástand þeirra liggur ekki fyrir. 11.7.2025 17:28
Gamli er (ekki) alveg með'etta Þegar best lætur líður manni eins og maður þeysist eftir brautinni á formúlubíl með öllum þeim hraða, hávæða og spennu sem því fylgir. Þegar farið er af brautinni líður manni eins maður sé að horfa á illa leikna auglýsingu með ómerkilegum persónum og klisjukenndu handriti. 11.7.2025 08:32
Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Novak Djokovic hafði betur gegn Flavio Cobolli í æsispennandi leik í fjórðungsúrslitum Wimbledon í gær. Spennan var þó greinilega ekki nógu mikil fyrir enska leikarann Hugh Grant sem dottaði yfir hasarnum. 10.7.2025 15:21
Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Leikarinn Stefán Karl Stefánsson hefði orðið fimmtíu ára gamall í dag ef hann hefði ekki fallið frá árið 2018 eftir tveggja ára baráttu við illvígt gallgangakrabbamein. Fjölskylda Stefáns hyggst minnast hans í dag heima hjá móður hans. 10.7.2025 14:01
Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, spyr hvort minnihlutinn stefni Alþingi í átt að stjórnleysi líkt og í löndum þar sem valdhafar eru teknir af lífi. Minnihlutinn hafi ekki áhuga á samtali og þingflokksformenn hans mæti óundirbúnir þegar fundað er. 10.7.2025 11:07
„Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur segir tafir á útgáfu starfsleyfa veitingastaða ekki stranda hjá stofnuninni. Slíkar tafir megi rekja til skorts á gögnum frá rekstraraðilum eða til ákvörðunar byggingarfulltrúa. Hann vísar á bug þeim ásökunum að heilbrigðiseftirlitið setji fólk á svartan lista fyrir að tjá sig. 9.7.2025 16:32
Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Tusku-emúi sem birtist fyrir utan heimili leikkonunnar Höllu Vilhjálmsdóttur í Vesturbænum á aðfaranótt þriðjudags hafði verið numinn á brott af barnum Drunk Rabbit á mánudagskvöldið. 9.7.2025 14:51