Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Finnsk fegurðardrottning, sem var svipt titlinum Ungfrú Finnland í gær vegna rasískrar hegðunar, hefur fengið stuðning frá tveimur finnskum stjórnmálamönnum úr hægriflokknum Sönnum Finnum. Annar birti mynd af sér að gera sig skáeygðan og hinn lýsti því yfir að honum þætti miskunnar- og húmorslaust að svipta hana titlinum. 12.12.2025 11:37
Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Heimildarmyndin Ferlið hans Bubba verður frumsýnd 26. mars næstkomandi. Myndin fylgir tónlistarmanninum Bubba Morthens eftir yfir heilt ár þar sem hann lifir sínu lífi, semur tónlist, spilar á tónleikum og vinnur að nýrri plötu. 12.12.2025 10:11
Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Vöruhönnuðurnir Bríet Sigtryggsdóttir og Erla Lind Guðmundsdóttir veltu því fyrir sér hvernig Íslendingar myndu framleiða Labubu ef skorið yrði á tengsl landsins við umheiminn. Við tók langt ferli þar sem þær smíðuðu íslenskt lambubu úr kindahorni, ull, heststagli, fiskaugum og roði. 12.12.2025 07:02
Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Sticky Records, plötuútgáfa Priksins, fékk hvatningaverðlaun STEF í byrjun mánaðar og er nú farin að vekja athygli utan landsteinanna fyrir útgáfustefnu sína. Blaðamaður tónlistarsíðunnar Pigeons & Planes veltir því fyrir sér hvort Sticky sé framtíð útópísks tónlistariðnaðar. 11.12.2025 15:07
Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Sarah Dzafce sem var krýnd Ungfrú Finnland í september hefur verið svipt krúnunni í kjölfar rasískrar hegðunar þar sem hún gerði sig skáeygða til að líkja eftir Kínverjum. 11.12.2025 13:39
Nágrannar kveðja endanlega í dag Síðasti þáttur sápuóperunnar Nágranna verður sýndur í dag í Ástralíu og á Bretlandseyjum. Þátturinn er með þeim langlífari í sögunni og hefur verið sýndur síðan 1985. Amazon kom til bjargar þegar þátturinn var tekinn af dagskrá 2022 en nú er komið að endanlegri kveðjustund. 11.12.2025 12:07
Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Hollywood-bomban Pamela Anderson hefur loksins opnað sig um samband hennar og leikarans Liams Neesson sem var umtalað í sumar eftir frumsýningu The Naked Gun. Sambandið hafi verið raunverulegt og enst í stuttan tíma eftir að tökum á myndinni lauk. 11.12.2025 10:48
Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Jennifer Lawrence og Josh Hutcherson, sem urðu að Hollywood-stjörnum með Hungurleikafjórleiknum frá 2012 til 2015, munu snúa aftur í seríuna í nýrri mynd sem fjallar um Haymitch Abernathy, læriföður Katniss Everdeen. 11.12.2025 09:37
Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Rapparinn Jóhann Kristófer hefur svarað disslagi sem Eyþór Wöhler í HúbbaBúbba birti í gærkvöldi. Jóhann segir sveitina ekki eiga skilið disslag á móti en hann skorar á þá: Sá sem er seinni til að selja upp jólatónleika sína þarf að hætta að gefa út tónlist. 10.12.2025 16:56
Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ Russell Crowe, sem lék skylmingaþrælinn Maximus Decimus Meridius í Gladiator fyrir kvartöld síðan, segir fólkið sem stóð að framhaldinu ekki hafa skilið hvað gerði upphaflegu myndina góða. Það hafi ekki verið pompið, praktið eða hasarinn heldur siðferðislegur kjarni söguhetjunnar. 10.12.2025 16:13