Fréttamaður

Magnús Jochum Pálsson

Magnús Jochum er umsjónarmaður Lífsins á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðar­drottninguna

Finnsk fegurðardrottning, sem var svipt titlinum Ungfrú Finnland í gær vegna rasískrar hegðunar, hefur fengið stuðning frá tveimur finnskum stjórnmálamönnum úr hægriflokknum Sönnum Finnum. Annar birti mynd af sér að gera sig skáeygðan og hinn lýsti því yfir að honum þætti miskunnar- og húmorslaust að svipta hana titlinum.

Ís­lenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum

Vöruhönnuðurnir Bríet Sigtryggsdóttir og Erla Lind Guðmundsdóttir veltu því fyrir sér hvernig Íslendingar myndu framleiða Labubu ef skorið yrði á tengsl landsins við umheiminn. Við tók langt ferli þar sem þær smíðuðu íslenskt lambubu úr kindahorni, ull, heststagli, fiskaugum og roði.

Prikið vekur at­hygli út fyrir land­steinana

Sticky Records, plötuútgáfa Priksins, fékk hvatningaverðlaun STEF í byrjun mánaðar og er nú farin að vekja athygli utan landsteinanna fyrir útgáfustefnu sína. Blaðamaður tónlistarsíðunnar Pigeons & Planes veltir því fyrir sér hvort Sticky sé framtíð útópísks tónlistariðnaðar.

Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða

Sarah Dzafce sem var krýnd Ungfrú Finnland í september hefur verið svipt krúnunni í kjölfar rasískrar hegðunar þar sem hún gerði sig skáeygða til að líkja eftir Kínverjum. 

Ná­grannar kveðja endan­lega í dag

Síðasti þáttur sápuóperunnar Nágranna verður sýndur í dag í Ástralíu og á Bretlandseyjum. Þátturinn er með þeim langlífari í sögunni og hefur verið sýndur síðan 1985. Amazon kom til bjargar þegar þátturinn var tekinn af dagskrá 2022 en nú er komið að endanlegri kveðjustund.

Opnar sig loksins um sam­bandið um­talaða

Hollywood-bomban Pamela Anderson hefur loksins opnað sig um samband hennar og leikarans Liams Neesson sem var umtalað í sumar eftir frumsýningu The Naked Gun. Sambandið hafi verið raunverulegt og enst í stuttan tíma eftir að tökum á myndinni lauk.

Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana

Jennifer Lawrence og Josh Hutcherson, sem urðu að Hollywood-stjörnum með Hungurleikafjórleiknum frá 2012 til 2015, munu snúa aftur í seríuna í nýrri mynd sem fjallar um Haymitch Abernathy, læriföður Katniss Everdeen.

Sjá meira