Fréttamaður

Magnús Jochum Pálsson

Magnús Jochum er umsjónarmaður Lífsins á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Blö byrjar árið á bingói

Nýársbingó Blökastsins fer fram í beinni útsendingu á Vísi og sjónvarpsstöðinni Sýn Vísi klukkan 15:00 á morgun, nýársdag. Vinningarnir eru fjölmargir og margir hverjir ansi veglegir.

Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum

Húsfyllir var í Íþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar á annan í jólum þegar jólasýning Þjóðleikhússins, gríski harmleikurinn Óresteia eftir Benedict Andrews, var frumsýnd. Ýmis þekkt nöfn létu sjá sig, Gísli Marteinn, Halla Tómasdóttir og Egill Ólafsson þar á meðal. 

Clooney orðinn franskur

Hollywood-stjarnan George Clooney, eiginkona hans, mannréttindalögfræðingurinn Amal Clooney, og börn þeirra, Alexander og Ella, eru orðin franskir ríkisborgarar.

Tekur yfir borgina á ný­árs­dag

Auglýsingahlé verður á yfir 550 skjáum Billboard um alla Reykjavíkurborg frá 1. til 3. janúar 2026 þegar verkið Sólarhringur eftir Þórdísi Erlu Zoëga tekur yfir þá. Í verkinu breytast skjáir borgarrýmisins með birtu dagsins, taka mið af litbrigðum sólarljóssins og verða þannig að stafrænni sólarklukku.

Græna gímaldið ljótast

Niðurstöður liggja fyrir í kosningu Arkitektúruppreisarinnar, áhugamannahóps um framtíð arkitektúrs, um nýbyggingu ársins, bæði þá fallegustu og ljótustu. Græna gímaldið við Álfabakka 2a var valin ljótasta nýbyggingin og Hafnarstræti 75 á Akureyri sú fallegasta.

Idris Elba sleginn til riddara fyrir bar­áttu gegn hnífaburði

Leikarinn Idris Elba er meðal nafna á nýárslista Karls III Bretakonungs yfir þá sem hljóta riddaratign árið 2026. Elba hlýtur titilinn fyrir að vinna markvisst að því að draga úr hnífaburði ungmenna með samtökum sínum, Elba Hope Foundation.

Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn

Daphne Govers, fyrrverandi eiginkona pílukastarans Michael van Gerwen, á von á barni með nýjum kærasta sínum en settur fæðingardagur barnsins er í janúar, átta mánuðum eftir skilnað hennar við van Gerwen. Nýi kærastinn hefur viðurkennt að þau hafi þekkst áður en hjónin skildu og þykir honum leiðinlegt að hafa gert pílukastaranum þennan grikk.

Melanie Watson er látin

Barnastjarnan Melanie Watson, sem lék í gamanþáttunum Diff'rent Strokes, er látin, 57 ára að aldri.

Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“

Jólin, jólin alls staðar. Allar halda heilög jól, sérstaklega áhrifavaldar. En það er misjafnt hvort fólk stillir sér upp við hefðbundið jólatré, birtir bíkinimyndir frá sólarlöndum eða skellir sér á skíði.

Sjá meira