Fréttamaður

Magnús Jochum Pálsson

Magnús Jochum er umsjónarmaður Lífsins á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla

Hönnunaspaðar, listaspírur og opnunarormar létu sig ekki vanta á jóla-popup-opnun tískumerkisins Suskin síðasta laugardag. Þar er að finna leðurtöskur úr Toskana-leðri, skartgripi eftir Karólínu Kristbjörgu Björnsdóttur og listaverk eftir Örnu Gná Gunnarsdóttur.

Segja Helenu fara með „hreinar rang­færslur“

Aðstandendur samtakanna Miss Universe Iceland segja Helenu Hafþórsdóttur O’Connor, sem afsalaði sér krúnu Ungfrúar Íslands og rauf tengsl við samtökin í gær, fara með rangfærslur. Hún hafi sjálf óskað ítrekað eftir því að vera dregin úr keppni í Ungfrú heimi í Taílandi.

Bestu myndir Robs Reiner

Kvikmyndaleikstjórinn Rob Reiner er allur en hann skilur þó eftir sig feykiöflugt höfundarverk og urmul góðra mynda. Reiner var ástríkur og hlýr húmoristi sem skilaði sér í myndum hans sem blönduðu áreynslulaust saman húmor við drama. Vísir hefur tekið saman bestu myndir leikstjórans hér að neðan.

Bríet ældi á miðjum tón­leikum

Tónlistarkonan Bríet Isis Elfar hélt hátíðartónleika í Fríkirkjunni á föstudaginn með öflugum hópi hljóðfæraleikara. Þar lenti hún í þeirri miður skemmtilegu uppákomu að æla á miðjum tónleikum.

Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu

Tónlistarmyndbandið fyrir lagið „Það sem jólin snúast um“ með GDRN, Magnúsi Jóhanni og KK kom út síðasta fimmtudag og er afrakstur skemmtilegs skiptidíls. Myndbandið er stillumynd (e. stop motion film) sem tók langan tíma að gera þar sem leikstjórinn Kristný Eiríksdóttir brá sér einnig í hlutverk handritshöfundar, brúðugerðarmanns, tökumanns og leikmyndahönnuðar.

„Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“

Gugga í Gúmmíbát braut odd af oflæti sínu og ákvað að kíkja á djammið í efri byggðum Kópavogs. Þar naut hún bjórdrykkju með strákunum yfir boltanum áður en hún fékk nóg og þaut niður í bæ. Þar var nóg um að vera og djammarar komnir í jólaskap.

Hvert er mest ó­þolandi orð ís­lenskunnar?

Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason stofnaði Facebook-þráð um óþolandi orð og viðbrögðin stóðu ekki á sér. Sjálfur valdi Egill orðin bókakonfekt, leikhúskonfekt og ástríðukokk en í þokkabót rigndi inn tillögum í hundruðatali. Þar mátti sjá vegferð, fjöllu, bataknús, bumbubúa og ýmislegt annað.

Heigulsleg á­kvörðun Rúv, hörundsárir lista­menn og versta bók flóðsins

Er ákvörðunin um að taka ekki þátt í Eurovision heigulsleg? Hvers vegna er svona mikið rof milli vinsældarlista og tilnefninga til Íslensku bókmenntaverðlaunanna? Getur gagnrýni þrifist á Íslandi þegar listamenn eru svona hörundssárir og hefnigjarnir? Ofmetnuðust Katrín Jakobsdóttir og Ragnar Jónasson við skrif nýjustu glæpasögu sinnar eða runnu þau út á tíma?

Sigurður Sæ­var fyllti Landsbankahúsið

Myndlistarmaðurinn Sigurður Sævar Magnúsarson opnaði einkasýningu með pomp og prakt í Landsbankahúsinu í Austurstræti í gær. Margt var um manninn á opnuninni en um er að ræða verk sem spanna tíu ár á ferli listamannsins.

Sjá meira