Opnar sig um dulið fósturlát „Við lentum í þeirri leiðinlegu reynslu að ganga í gegnum fósturlát núna fyrir rétt rúmum tveimur vikum,“ skrifar listakonan Árný Fjóla Ásmundsdóttir í Instagram-færslu um dulið fósturlát sem hún og eiginmaður hennar, tónlistarmaðurinn Daði Freyr Pétursson, gengu í gegnum. 19.11.2025 16:21
Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Hollywood-leikkonan Leslie Bibb mun leika aðalhlutverkið í glæpaþáttunum Top of the Rock sem gerast á hápunkti Kalda stríðsins og fjalla um dularfullt morð á bandarískum hermanni. Truenorth framleiðir þættina, Davíð Óskar Ólafsson leikstýrir og Jón Atli Jónasson og Óttar M. Norðfjörð skrifa handritið. 19.11.2025 13:53
Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Tónlistarmaðurinn D4vd er grunaður í máli hinnar fimmtán ára Celeste Rivas sem fannst látin í framskotti Teslu-bifreiðar hans. Rivas hafði flúið að heiman rúmu ári fyrr og mögulega átt í sambandi við tónlistarmanninn áður en lík hennar fannst. 19.11.2025 11:48
Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Einhver sagði mér í bollaspádómi að ég væri að flytja til útlanda á næstunni og nú er ég kominn til Hafnar. Það er eins og ég sé í útlöndum, þetta er svo nýtt samfélag fyrir mér. Það er búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina og mér leiðist ekki í eina mínútu.“ 19.11.2025 11:03
Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þá er ég að labba að einu fjalli sem ég hélt ég myndi aldrei fara upp á. Ég er í Aðalvík, mínum uppáhalds stað á Íslandi og hingað hef ég komið sem barn síðan ég var þriggja ára gamall, mjög reglulega og flest sumur ævi minnar. Oftast er maður að fara upp á sömu fjöllin hérna og sum fjöllin horfir maður á fullur aðdáunar, eins og fjallið sem blasir við núna.“ 18.11.2025 15:57
Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tvíburasysturnar Alice og Ellen Kessler, sem urðu heimsfrægir dansarar á sjötta og sjöunda áratugnum, eru látnar, 89 ára að aldri. Þær tóku sameiginlega ákvörðun um að þiggja dánaraðstoð. 18.11.2025 11:05
Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist getur kallað fram sterkar tilfinningar, glatt mann, brotið niður eða vakið viðbjóð. Þegar horft er til baka koma mörg íslensk lög upp úr dúrnum sem gætu sennilega ekki komið út í dag vegna niðrandi, kynferðislegs eða óviðeigandi umfjöllunarefnis. 18.11.2025 07:00
Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Böðvar Tandri Reynisson, næringarfræðingur og þjálfari, segir að sýn hans á lífið hafi breyst eftir að hann greindist óvænt með heilaæxli í kjölfar undarlegrar hegðunar í trampólíngarði. 17.11.2025 14:49
Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Læknaneminn Margrét Sól Torfadóttir keppir til úrslita í dönsku bakarakeppninni Den store bagedyst, Stóra Bakaraslagnum. Hún er annar Íslendingurinn til að taka þátt og hefur þrívegis verið valin meistarabakari vikunnar. 17.11.2025 12:22
Óða boðflennan fangelsuð Maður sem óð upp að tónlistarkonunni Ariönu Grande á kvikmyndafrumsýningu í Singapúr og tók utan um hana hefur verið dæmdur í níu daga fangelsi fyrir að vera með ólæti á almannafæri. Hann hefur ítrekað framkvæmt sambærilega gjörninga en aldrei áður hlotið fangelsisdóm. 17.11.2025 10:52