Fréttamaður

Lovísa Arnardóttir

Lovísa er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Unglingaslagsmál á Sel­fossi á borði lög­reglu

Lögreglan á Suðurlandi hefur til rannsóknar slagsmál unglinga undir Ölfusárbrú á Selfossi í gærkvöldi. Íbúi í bænum fullyrðir að fjórir til fimm grímuklæddir hafi ráðist að einum.

Blendnar til­finningar fyrir lang­þráð ferða­lag

Tinna Rúnarsdóttir heldur á þriðjudag út til Srí Lanka til að hitta fjölskyldu sína þar. Tinna er ættleidd frá Srí Lanka árið 1984 en kom til landsins í upphafi árs 1985. Í vor ákvað hún að hefja leit að blóðforeldrum sínum á Srí Lanka. Stuttu eftir að hún hóf leitina komst hún að því að báðir foreldrar hennar væru látnir. Móðir hennar hafði verið myrt 2002 en faðir hennar lést stuttu eftir fæðingu hennar.

Tók hvolpinn til baka vegna and­legra veikinda kaupanda

Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa segir hundaræktanda hafi svipt kaupsamningi með ólögmætum hætti þegar hann fjarlægði hvolp af heimili konu sem hafði keypt af honum hvolp. Ræktandinn fjarlægði hvolpinn vegna andlegra veikinda kaupanda en endurgreiddi kaupin um leið. Kaupandinn kærði það til kærunefndarinnar og krafðist þess að ræktandinn myndi skila hvolpinum. 

Efna til þjóðar­at­kvæðis um besta nammið

Krambúðin efnir til þjóðaratkvæðis um besta nammið. Leikurinn felur í sér kosningu á besta namminu í fjórum algengum aðstæðum í íslenskri nammi-menningu. Það eru sakbitna sælan, sumarbústaðurinn, stefnumótið og bragðarefurinn.

Drengurinn fluttur á Hólms­heiði til að tryggja öryggi hans

Sextán ára drengur sem sætir gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa stungið þrjú á menningarnótt er nú vistaður í fangelsinu á Hólmsheiði. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir Fangelsismálastofnun ekki vista börn í fangelsum sínum nema það sé í samræmi við hagsmuni barnsins. 

Valdi vinnings­tölurnar við leiði náins ást­vinar

Kona á sextugsaldri var ein með allar tölurnar réttar í lottói á laugardaginn og fékk óskiptan fimmfaldan lottópott upp á rúmar 78 milljónir króna. Konan valdi tölurnar í kirkjugarðinum en hún var þar að vitja náins ástvinar sem féll frá nýlega. Í tilkynningu frá Íslenskri getspá segir að vinningurinn sé einn sá stærsti síðustu vikur.

Gosmóða og gasmengun yfir höfuð­borginni fram eftir degi

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur varar við að gosmóðu og gasmengun sem nú liggur nú yfir höfuðborginni og berst frá eldgosinu við Sundhnúksgígaröð. Vegna ríkjandi sunnanáttar berst gosmengun til norðurs og mun það ástand vara fram eftir degi samkvæmt Veðurstofu Íslands. Með aukinni úrkomu og vindi ættu loftgæði að batna eftir því sem líður á daginn.

Segir oft allt­of marga uppi á jökli og inni í íshellum

Borgar Antonsson segir slysið á Breiðamerkurjökli ekki þurft að hafa átt sér stað. Borgar rekur ferðaþjónustufyrirtækið Ice Cave in Iceland sem fer í hellaferðir á veturna. Hann segir mikla þörf á nýju regluverki. Það séu of margir upp á jökli og í hellum í einu sem skerði öryggi og upplifun gesta.

Vilja koma böndum á AirBnb leigu á Ís­landi

Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar segir stefna í þungan þingvetur. Hún á von á því að stærstu málin framundan á þingi verði húsnæðis- og efnahagsmál. Hún boðar nýtt útspil Samfylkingarinnar þar sem, meðal annars, verður kynnt nýtt inngrip á AirBnb skammtímaleigu á Íslandi. Kristrún ræddi komandi þingvetur í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag ásamt Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins.

Sjá meira