Móðir ákærð fyrir stórfellda líkamsárás Móðir um fjögurra ára drengs hefur verið ákærð fyrir stórfellda líkamsárás og heimilisofbeldi fyrir að láta umskera son sinn í heimahúsi sinn fyrir tveimur árum. Þá var drengurinn um 17 mánaða gamall. Héraðssaksóknari staðfestir að ákæra hafi verið gefin út. Hann segir líklegt að þinghald verði lokað í málinu. 24.9.2024 21:53
„Við getum ekki treyst Hagkaup í Skeifunni fyrir unglingunum“ Foreldrar barna í hverfum 104, 105 og 108 kalla eftir því að opnunartími félagsmiðstöðva og sundlauga verði rýmkaður. Þá vilja þau að starf félagsmiðstöðva sé eflt. Fjölmennur foreldrafundur fór fram í kvöld í Safamýri. Þar kom einnig fram vilji til að efla foreldrarölt og foreldrasamstarf. 24.9.2024 21:07
Fjögur í varðhaldi vegna innbrota í Elko Fjögur voru í dag úrskurðuð í gæsluvarðhald til næsta föstudags vegna innbrota í tvær verslanir á höfuðborgarsvæðinu seint á sunnudagskvöld og aðfaranótt mánudags. Auk þeirra eru þrjú í haldi. Öll eru þau erlendir ríkisborgarar. 24.9.2024 17:59
Nokkur vitni að banaslysi við Brúará Þó nokkrir urðu vitni að því þegar karlmaður féll í Hlauptungufoss í Brúará um klukkan 13 í dag. Maðurinn fannst látinn skömmu síðar. Um var að ræða erlendan ferðamenn. 24.9.2024 17:46
Andri aðstoðarframkvæmdastjóri Júní Andri Úlfarsson hefur verið ráðinn aðstoðarframkvæmdastjóri stafrænu stofunnar Júní. Í tilkynningu kemur fram að Andri hafi gengið til liðs við stofuna í júní eftir að hafa starfað sem framkvæmdastjóri sölusviðs Toyota í sjö ár. 24.9.2024 17:11
Þarf ekki að skerða heitt vatn í vetur vegna nýrrar borholu Sveitarstjóri í Skagafirði telur ólíklegt að þörf verði á að skerða heitt vatn til notenda í vetur líkt og þurfti að gera í kuldaköstum síðasta vetur. Niðurstöður á nýrri borholu sýna að um öfluga borholu er að ræða. 23.9.2024 23:03
Erfið umræða sem fólk hafi veigrað sér við að taka Heilbrigðisráðuneytið og félags- og vinnumarkaðsráðuneytið standa saman að málþingi um fóstur- og nýburaskimanir á morgun, þriðjudaginn 24. september. Í tilkynningu segir að málþinginu sé ætlað að vera samtalsvettvangur um fóstur- og nýburaskimanir og hvaða tækifæri og áskoranir fylgja tækniframframförum á þessu sviði, auk þess sem áleitnum siðferðilegum álitaefnum verður velt upp. 23.9.2024 23:02
Sviku út tugi milljóna með því að þykjast vera Brad Pitt Fimm hafa verið handteknir á Spáni fyrir að svíkja út úr tveimur konum 325 þúsund evrur með því að þykjast vera leikarinn Brad Pitt. Það samsvarar tæpum 50 milljónum íslenskra króna. Konurnar héldu báðar að þær ættu í ástarsambandi við Brad Pitt. 23.9.2024 21:55
Risavaxin mörgæs slær í gegn Risavaxinn mörgæsarungi sem gengur undir nafninu Pestó er nýjasta stjarna dýragarðsins í Melbourne í Ástralíu. 23.9.2024 21:30
Um 500 látin í árásum Ísraela á Líbanon Alls eru 492 nú látin í loftárásum Ísraela á Beirút í Líbanon. Þar af eru 35 börn og 58 konur. Frá þessu er greint í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu í Líbanon. Þá hafa 1654 særst í árásunum. Ísraelski herinn segist hafa skotið á 1.300 skotmörk síðasta sólarhringinn sem tengjast Hezbollah samtökunum. 23.9.2024 21:01