Nú 27 börn veik vegna e.coli sýkingarinnar Alls eru nú 27 börn á leikskólanum Mánagarði veik vegna e. coli sýkingar sem kom upp á leikskólanum. Af þeim eru fjögur inniliggjandi. Tvö þeirra sem eru inniliggjandi eru á gjörgæslu og þurfa bæði að öllum líkindum að fara í nýrnaskilun. Þetta staðfestir Andri Ólafsson samskiptastjóri Landspítalans. 24.10.2024 17:20
Kristján tekur við af Höllu Hrund í Orkustofnun Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur sett Kristján Geirsson, sviðsstjóra Sjálfbærrar auðlindanýtingar hjá Orkustofnun, tímabundið til áramóta í embætti forstjóra Orkustofnunar. 23.10.2024 23:55
„Algjörlega óforsvaranlegt að borgarstjóri skuli gera lítið úr okkur” Íbúar í Grafarvogi segja ummæli borgarstjóri í Bítinu á Bylgjunni í morgun hvorki honum né meirihluta borgarstjórnar til sóma. Einar Þorsteinsson borgarstjóri ræddi í Bítinu áform um uppbyggingu í Grafarvogi en íbúar eru margir afar óánægðir. 23.10.2024 23:28
Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Benjamín Julian verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ segir hækkanir hjá birgjum á kjötvöru helstu ástæðu hækkunar á matvöru. Greint var frá því í gær að eftir tveggja mánaða lækkun á verðlagi matvöru hafi hún hækkað „með rykk“. 23.10.2024 23:27
Meirihluti starfsfólks leikskólans í vinnu í verkfallinu Þeim fjórum leikskólum þar sem boðað hefur verið til verkfalla í næstu viku verður lokað á meðan verkföllunum stendur. Af 38 starfsmönnum á leikskólanum Drafnarsteini fara 15 í verkfall og verða því 23 enn í vinnu. Þau mega ekki ganga í störf kennara á meðan verkfalli stendur. 23.10.2024 23:20
Tilkynnir Wolt sendil til lögreglu fyrir áreitni Lilju Huld Steinþórsdóttur var algjörlega ofboðið á sunnudag þegar dóttur hennar bárust skilaboð frá Wolt sendli eftir að þeim barst matarsending um að hún væri falleg. Hún ætlar að tilkynna manninn til bæði lögreglu og Persónuverndar. Maðurinn hefur verið áminntur af Wolt. 23.10.2024 22:13
Stuðningslán leysi ekki vanda fyrirtækja í Grindavík Birgitta Rán Friðfinnsdóttir bæjarfulltrúi Miðflokksins í Grindavík er ekki ánægð með frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar fjármála- og efnahagsráðherra um stuðningslán til fyrirtækja í Grindavík. Birgitta segir lán ekki leysa vanda fyrirtækjanna og kallar eftir alvöru aðgerðum. 23.10.2024 21:27
Karlmaður á níræðisaldri lést í Bláa lóninu Karlmaður á níræðisaldri lést í Bláa lóninu í kvöld. Í tilkynningu frá Bláa lóninu kemur fram að viðbragðsaðilar voru kallaðir að Bláa Lóninu á sjöunda tímanum í kvöld vegna erlends ferðamanns á níræðisaldri sem hafði misst meðvitund. 23.10.2024 20:53
Tveir fluttir á slysadeild vegna áreksturs við Dalshraun Tveir voru fluttir á slysadeild vegna áreksturs við Dalshraun í Hafnarfirði. Það staðfestir Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 23.10.2024 17:44
Skýr krafa meðal lækna að hefja undirbúning verkfallsaðgerða Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélags Íslands segir félagsfund félagsins í gær ekki hafa verið boðaðan í þeim tilgangi að boða til aðgerða. Á fundinum hafi komið skýr krafa frá félagsmönnum um að hefja þá vegferð og því vinni samninganefndin að því núna. Samninganefnd félagsins fundar hjá ríkissáttasemjara í dag. 22.10.2024 11:17