Fréttamaður

Lovísa Arnardóttir

Lovísa er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Hæg­viðri og lítils­háttar skúrir

Í dag er útlit fyrir fremur rólegt veður. Hægviðri og lítilsháttar skúrir á víð og dreif, en yfirleitt þurrt í kvöld. Hiti víða verður á bilinu 10 til 17 stig að deginum, hlýjast á Austurlandi. Á morgun nálgast lægð landið úr suðri. Áttin verður norðlægari, víða gola eða blástur, og kólnar heldur norðan- og austantil.

Assange frjáls og á leið til Ástralíu

Julian Assange, stofnandi Wikileaks, er nú frjáls maður og er á leið til Canberra í Ástralíu. Assange undirritaði í nótt samkomulag vegna dómssáttar sinnar. Assange játaði að hafa brotið á ákvæðum njósnalaga þegar hann lak þúsundum skjala á Wikileaks. Fyrir það hlaut hann jafnlangan dóm og hann hefur þegar afplánað í Bretlandi í Belmarsh fangelsinu, eða um fimm ár. 

Yfir tuttugu gráður með mígandi rigningu næstu helgi

Eflaust eru margir farnir að huga að veðrinu næstu helgi fyrir útilegur og önnur ferðalög. Á vef Veðurstofunnar segir að á laugardag verði hlýjast á Suðausturlandi og að hiti gæti þar náð tuttugu stigum. Á sunnudag verður svo hlýjast á Norðausturlandi og gæti hitinn náð 24 stigum.

Söngvari Crazy Town látinn

Shifty Shellshock, söngvari hljómsveitarinnar Crazy Town, er látinn 49 ára að aldri. Söngvarinn, sem heitir Seth Binzer, lést í gær samkvæmt upplýsingum frá réttarmeinafræðingum í Los Angeles. Söngvarinn fannst látinn heima hjá sér en ekkert hefur verið gefið upp um dánarorsök.

Halla Tómas­dóttir rétt kjörin for­seti Ís­lands

Halla Tómasdóttir hefur verið löglega kjörin forseti og fullnægir skilyrðum stjórnarskrár lýðveldisins um kjör forseta Íslands. Það staðfesti Landskjörstjórn á fundi sínum í dag. Landskjörstjórn úrskurðaði á fundi sínum í dag um 117 ágreiningsseðla í þremur kjördæmum. 

Andri Þór Við­skipta­fræðingur ársins 2024

Viðskiptafræðingur ársins 2024 er Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar og formaður Viðskiptaráðs Íslands. Félag viðskipta- og hagfræðinga (FVH) veitti honum þennan titil fyrir framúrskarandi störf sín og þátttöku í íslensku viðskiptalífi.

Eldur í fjöl­býlis­húsi á Akra­nesi

Töluverður viðbúnaður er á Akranesi vegna elds í fjölbýlishúsi. Eldurinn var á fyrstu hæð í þriggja hæða blokk á Akranesi. Enginn var heima í íbúðinni sem eldurinn var í. Tveir voru heima í öðrum íbúðum en eru ekki slasaðir. Slökkvilið vinnur nú að því að reykræsta húsið. 

Gleði­­tíðindi að koma Ass­an­­ge loks úr fangelsi

Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, fagnar því í dag að Julian Assange, stofnandi Wikileaks sé frjáls maður eftir áralanga frelsissviptingu. Hann segir að ekki verði hægt að greina frá dómssáttinni í smáatriðum fyrr en á morgun.

And­rúms­loftið í ríkis­stjórninni hafi lagast eftir að Katrín hætti

Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins segir Bjarna Benediktsson eiga mjög mikið undir við að halda ríkisstjórnarsamstarfinu gangandi fram yfir næsta vor. Það sé augljós djúpstæður ágreiningur innan þess en þau fái núna, við þinglok, nokkrar vikur til að jafna sig á því. Hann muni þó taka sig aftur upp þegar þing kemur aftur saman í ágúst.

Sjá meira