Sjá fram á rýran heyfeng í ár vegna þurrka og kulda Bændur í Eyjafirði sjá fram á lítinn heyfeng í ár vegna þurrka og kulda. Þeir segja grassprettu með minnsta móti og tún séu víða brunnin. 14.7.2019 22:16
Danskur verktaki fær flugvelli á Grænlandi Danska verktakafyrirtækið Munck Gruppen varð hlutskarpast í útboði um gerð nýrra flugvalla í Nuuk og Ilulissat á Grænlandi. Framkvæmdir hefjast í haust. 14.7.2019 10:45
Reyna að finna millileið fyrir Reykjanesbraut við Straumsvík Óvissa ríkir um framhald á breikkun Reykjanesbrautar framhjá Straumsvík vegna skipulagsbreytingar, sem gerð var fyrir fimmtán árum, þegar til stóð að stækka ÍSAL. 9.7.2019 21:07
Bombardier hættir smíði farþegavéla Kanadíska fyrirtækið Bombardier hefur ákveðið að hætta smíði farþegaflugvéla og selt frá sér framleiðslueiningarnar. Forstjóri Flugfélags Íslands, sem notar Bombardier-vélar í innanlandsfluginu, býst ekki við að þetta muni trufla þeirra rekstur. 8.7.2019 13:29
Búið að opna alla vegi á hálendinu Allir vegir á hálendi Íslands teljast nú færir, samkvæmt nýjasta hálendiskorti Vegagerðarinnar, sem birt var í morgun. Dyngjufjallaleið og Gæsavatnaleið, norðan Vatnajökuls, voru síðastar til að opnast í ár. 8.7.2019 10:24
Undrast að sjá sovéska hertrukka og Antonov flugvél í Vík í Mýrdal Sovéskir hertrukkar og Antonov-flugvél vekja furðu meðal ferðamanna sem leið eiga um Vík í Mýrdal. Þessi gömlu kaldastríðstól hafa þó ekkert með ferðamennsku að gera. 5.7.2019 21:34
Búið að opna nær alla hálendisvegi Gæsavatnaleið og Dyngjufjallaleið, norðan Vatnajökuls, ásamt Stórasandi, norðan Langjökuls, eru einu hálendisvegirnir sem enn eru sýndir lokaðir á hálendiskorti Vegagerðarinnar. 5.7.2019 15:55
Tjaldhótel býður gestum uppábúin rúm í tjöldum Uppábúið rúm, náttborð og lampi er kannski ekki það fyrsta sem kemur í hugann þegar við hugsum um tjaldútilegu. Þetta er sá búnaður sem gestum býðst á tjaldhóteli í Mýrdal. 4.7.2019 21:48
Aðeins einn býðst til að bæta veginn til Borgarfjarðar eystra Aðeins eitt tilboð barst í endurbætur á 8,8 kílómetra löngum kafla Borgarfjarðarvegar um Vatnsskarð eystra en tilboðsfrestur Vegagerðarinnar rann út í gær. 4.7.2019 16:43
Hjólabátar Mýrdælinga ekki fengist samþykktir sem skip Áform Mýrdælinga um að hefja á ný siglingar með ferðamenn á hjólabátum eru strand í kerfinu. Tveir hjólabátar, sem keyptir voru til landsins, hafa safnað skuldum á þriðja ár. 3.7.2019 22:29