Öflugustu sprengjuþotur Bandaríkjahers æfðu undan ströndum Íslands í fyrrinótt Tvær B-2 Spirit-herþotur og tvær B-1B Lancers-herþotur voru látnar hittast undan ströndum Íslands í fyrrinótt í æfingaflugi, sem Bandaríkjaher segir að hafi verið til að undirstrika þá miklu áherslu sem flugherinn leggi á norðurslóðir. Önnur tegundin er hljóðfrá, hin torséð og getur borið kjarnorkuvopn, og eru þær taldar skæðustu sprengjuþotur NATO-herja. 18.3.2021 06:32
Þingeyringar sannfærðir um að ferðafólk komi í hrönnum Með opnun Dýrafjarðarganga í haust hætti Vestfjarðavegur að liggja um Þingeyri, sem féll við það úr alfaraleið. Þingeyringar segjast samt sannfærðir um að þeir muni fá ferðamenn í hrönnum. 15.3.2021 21:43
Vestfirðingar vonast til að ná vopnum sínum Opnunardagur Dýrafjarðarganga í haust var stór dagur á Vestfjörðum. Löng bílalestin við gangamunnann lýsti eftirvæntingunni. Um líkt leyti var vinna hafin við gerð nýs vegar yfir Dynjandisheiði og endurnýjun Vestfjarðavegar um Gufudalssveit. 14.3.2021 22:14
Ástin blómstraði á Raufarhöfn þar sem hjónaböndin urðu til „Hér blómstraði ástin. Auðvitað var ástin hér á fullu og margir eignuðust sín hjónabönd á Raufarhöfn,“ segir Sléttungurinn Níels Árni Lund í þætti Um land allt á Stöð 2 um Raufarhöfn. 14.3.2021 08:41
Strákur í Sveinungsvík ætlar að verða bóndi og harmonikkuleikari Í Sveinungsvík sunnan Raufarhafnar rekur Árni Gunnarsson 550 kinda sauðfjárbú ásamt vélaútgerð. Árni tók við búskapnum af foreldrum sínum fyrir áratug og er fjórði ættliðurinn á jörðinni. Sonur hans segist ákveðinn í að verða sá fimmti. 13.3.2021 07:35
Norskt flugfélag stefnir á rafknúið flug eftir fimm ár Norska flugfélagið Widerøe, stærsta innanlandsflugfélag Skandinavíu, hefur tekið höndum saman við breska Rolls-Royce hreyflaframleiðandann og ítölsku flugvélaverksmiðjuna Tecnam um að koma rafknúinni flugvél í farþegaflug árið 2026. Verkefnið útvíkkar rannsóknaráætlun Rolls-Royce og Widerøe um sjálfbært flug og núverandi samstarf Rolls-Royce og Tecnam um P-Volt rafmagnsflugvélina. 12.3.2021 07:14
Segir loðnuvertíðina stóran lottóvinning fyrir þjóðarbúið Núna er áætlað að loðnuvertíðin skili yfir tuttugu milljarða króna útflutningsverðmætum. Þetta kom fram í viðtali við Gunnþór Ingvason, forstjóra Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, en þangað var Börkur NK í kvöld á leið með síðasta loðnufarm Austfjarða á þessari vertíð, 1.900 tonna farm. Þá virðist einungis Ísfélag Vestmannaeyja eiga eftir um þúsund tonn óveidd af sínum kvóta. 10.3.2021 22:29
Á þessum bæ átti rekaviður stóran þátt í lífsafkomunni Gamlar eyðijarðar geyma merkilegar minjar um horfna búskaparhætti, sem afkomendur síðustu bænda hlúa að. Þannig má víða á strandjörðum norðaustanlands vel sjá hvað nýting rekaviðar átti stóran þátt í lífsafkomu fólksins. 8.3.2021 23:04
Sumargleðin hjá Ragga Bjarna reyndist örlagarík Í vinalegum víkum í Svalbarðshreppi sunnan Raufarhafnar stunda bændur sauðfjárrækt og hlunnindabúskap og saga enn niður rekavið. Eyðijarðir eru nýttar af afkomendum síðustu bænda til orlofsdvalar yfir sumartímann. 7.3.2021 20:55
Botnar í Meðallandi urðu eyja í Eldhrauni Jörðin Botnar í Meðallandi hlaut einna sérkennlegust örlög í átta mánaða hamförum Skaftárelda á árunum 1783 til 1784 þegar hraunið frá Lakagígum flæddi ofan af hálendinu, um farvegi Skaftár og Hverfisfljóts, og yfir láglendissveitir. Botnar eru í dag nánast eins og eyja umgirt úfnum hraunum á alla kanta. 7.3.2021 09:53