Fréttamaður

Jón Ísak Ragnarsson

Jón Ísak er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Fimm ár fyrir til­raun til mann­dráps á að­fanga­dag

Ásgeir Þór Önnuson hlaut í dag fimm ára fangelsisdóm fyrir tilraun til manndráps með skotárás á heimili í Hafnarfirði síðastliðið aðfangadagskvöld. Hann braust grímuklæddur inn á heimili í Hafnarfirði, og skaut sex skotum úr skammbyssu í átt að níu ára stúlku og föður hennar.

Í­búar Grafar­vogs ó­á­nægðir með þéttingar­á­form

Mikillar óánægju gætir meðal hóps íbúa í Grafarvogi um áform borgarinnar um uppbyggingu í hverfinu. Hópurinn óttast að græn svæði hverfi fyrir þéttri byggð og hefur stofnað undirskriftalista til að mótmæla byggingu á fjölbýlishúsi á lóð við Smárarima/Sóleyjarima.

Veittu leyfi fyrir um­­­deilda girðingu á Sel­­fossi

Bæjarstjórn Árborgar samþykkti í dag tillögu skipulagsnefndar um veitingu framkvæmdaleyfis vegna girðingar á skipulagssvæði miðbæjarins. Áhyggjur eru uppi um að girðingin hindri aðgang að svæðum sem hafa verið notuð til hátíðarhalda á útihátíðum á sumrin. Gert er ráð fyrir því að girðingin nái utan um svæði sem notað hefur verið til brekkusöngs.

Óttast valda­ráns­til­raun í Bólivíu

Allt lítur út fyrir að herinn í Bólivíu sé að gera valdaránstilraun. Herlið er á víðavangi á götum höfuðborgarinnar La Paz, og brynvarin ökutæki hafa brotið sér leið að forsetahöllinni. Forseti landsins, Luis Arce, hefur krafist þess að lýðræðið verði virt.

Fundu skamm­byssu í fjörunni í mið­bænum

Lögreglan fann gamla skammbyssu í fjörunni í hverfi í 101 Reykjavík í dag. Hún reyndist ónýt eftir langa dvöl í sjónum. Þá fannst gamall peningakassi utandyra í vesturbænum sem einnig reyndist ónýtur.

Ragnar Stefáns­son jarð­skjálfta­fræðingur látinn

Ragnar Kristján Stefánsson jarðskjálftafræðingur lést í gær á Landspítalanum. Ragnar var landsþekktur sem helsti jarðskjálftafræðingur þjóðarinnar og var einnig áberandi í félagsstörfum af ýmsu tagi.

Verð­­skrá Luft­hansa hækkar vegna nýs um­­hverfis­­gjalds

Þýska flugsamsteypan Lufthansa, eitt stærsta flugfélag heims, hefur ákveðið að leggja sérstakt umhverfisgjald á selda flugmiða félagsins innan Evrópu. Þetta er gert til að mæta auknum kostnaði sem kemur til vegna umhverfismarkmiða Evrópusambandsins.

Sex fyrir­tæki sektuð vegna nikotín­aug­lýsinga

Neytendastofa hefur sektað sex fyrirtæki fyrir brot gegn auglýsingabanni á nikotínvörum. Fyrirtækin sex eru Djákninn, FVN, Gryfjan, Innflutningur og dreifing, Nicopods og SH Import. Sektirnar eru frá 100 þúsund krónum að 400 þúsund.

Grunuðu nánast fjöru­tíu staði um man­sal og vændis­starf­semi

Dagana 3. - 9. júní fóru íslensk lögregluyfirvöld um níutíu eftirlitsferðir á tæplega fjörutíu staði þar sem vændi, betl og önnur brotastarfsemi var talin þrífast. Lögreglan var með þessu að taka þátt í alþjóðlegum aðgerðadögum Europol, Frontex og Interpol gegn mansali. Höfð voru afskipti af 221 einstaklingi á landamærum og á höfuðborgarsvæðinu.

Sjá meira